Fljúga breiðþotum til Parísar og Amsterdam

WOW air mun í vetur nýta 345 sæta Airbus þotur til að fljúga farþega milli Íslands og Evrópu.

Paris Rob Potvin
Frá París. Mynd: Rob Potvin / Unsplash

Hinar stóru Airbus 330 farþegaþotur eru vanalega notaðar á lengri flugleiðum en síðustu vetur hefur WOW air stuðst við þess háttar flugvélar fyrir áætlunarferðir sínar til Schiphol flugvallar við Amsterdam og Charles de Gaulle í París. Sá háttur verður líka hafður á að þessu sinni að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins. Það verða því 345 sæti í hinum daglegu ferðum WOW til Amsterdam og Parísar.

Áður en þetta ár verður liðið bætast svo fjórar Airbus A330-300neo breiðþotur bætast við flugflota WOW air en í þeim eru 365 sæti. Hvort að þær verða nýttar í Evrópuflug á eftir að koma í ljósi en að minnsta kosti ein þeirra mun sinna áætlunarferðunum til Nýju Delí en jómfrúarferð WOW til Indlands verður farin í desember.