Samfélagsmiðlar

Flugfélögin stýra ferðamannastraumnum

Þegar nýr áfangastaður bætist við leiðakerfi Icelandair og WOW air þá fjölgar vanalega ferðamönnum hér á landi frá viðkomandi svæði. Á sama hátt fækkar gestunum þegar dregið er úr ferðafjöldanum líkt og kom berlega í ljós í júlí.

Ferðafólk við Seljalandsfoss.

Það er verulegur samdráttur í komum Þjóðverja hingað til lands og það sama á við um Evrópubúa almennt. Margir leita skýringa á þessari þróun í sterkri krónu og í viðtali við RÚV sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að verðlag á Íslandi væri ekki samkeppnishæft við önnur lönd og þess vegna fækki ferðamönnum. Bætti hann því við að markaðssvæðið í Mið-Evrópu væri viðkvæmara fyrir verðhækkunum en önnur.

Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins, tók í svipaðan streng og bætti því við að það væri áhyggjuefni að vöxturinn væri aðallega frá einu markaðssvæði, Bandaríkjunum. Í júlí fjölgaði t.a.m. bandarísku ferðafólki verulega og stóð það undir rúmlega þriðjungi af ferðamannastraumnum.

Fall Airberlin skildi eftir sig skarð

Þegar þessar breytingar á ferðamannaflórunni eru greindar gleymist hins vegar að horfa til þess hvernig flugáætlanir flugfélaganna hafa breyst á milli ára. Þannig fækkaði áætlunarferðunum milli Íslands og Þýskalands um fjórðung í júlí og skrifast það á nokkra þætti.

Í fyrsta lagi þá varð Airberlin, næststærsta flugfélag Þýskalands, gjaldþrota í vetur en félagið hafði lengi verið umsvifamikið í Íslandsflugi og flaug til að mynda 67 ferðir hingað í júlí í fyrra. Hin þýsku flugfélögin fjölguðu hins vegar ekki ferðunum hingað á móti. Eurowings dró aftur á móti verulega saman seglin og bauð aðeins upp á Íslandsflug frá tveimur þýskum borgum en ekki fimm líkt og sumrin á undan.

Auk þess lagði Germania niður flug sitt frá Friedrichshafen. Það munaði líka mikið um niðurskurð Icelandair á næturflugi til Þýskalands og fleiri Evrópulanda.

Icelandair til Berlínar

Ástæða þess að flugfélögin fylltu ekki skarð Airberlin og skáru þess í stað niður flugið milli Íslands og Þýskalands skrifast ekki bara á minnkandi aðdráttarafl Íslands vegna hækkandi verðlags og neikvæðrar umræðu um massatúrisma á Íslandi í þýskum fjölmiðlum.

Forsvarsmenn Lufthansa og Eurowings hafa viðurkennt að það hafi reynst erfitt að taka við öllum mörkuðum Airberlin og þeir hafa greinilega sett önnur lönd í forgang en Ísland. Icelandair fór reyndar til Berlínar um leið og ljóst var að rekstur Airberlin væri að stöðvast en þar var sennilega aðallega horft til þeirra sem vildu fljúga á milli Bandaríkjanna og höfuðborgar Þýskalands en ekki til Íslands.

Þannig sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, að nýtt flug félagsins til Berlínar og Dusseldorf, sem hefst á næsta ári, væri aðallega tilkomið vegna falls Airberlin og þess markaðar sem flugfélagið skildi eftir sig fyrir áætlunarferðir til Ameríku.

Sókn íslensku félaganna í Bandaríkjunum

Hin mikla fjölgun sem orðið hefur á fjölda bandarískra ferðamanna endurspeglar á sama hátt þann aukna kraft sem Icelandair og WOW air settu í flug til Bandaríkjanna í sumar. Hvort um sig bætti fimm bandarískum borgum við leiðakerfi sitt og er það meiri viðbót en dæmi eru um. Á sama tíma hófu svo bandarísku flugfélögin United Airlines og American Airlines Íslandsflug sem hefur líka mikið að segja.

Vissulega taka flugáætlanir íslensku flugfélaganna mið af eftirspurn í hverju landi fyrir sig eftir ferðum til Íslands. Meirihluti farþega Icelandair og WOW air eru hins vegar skiptifarþegar og það er því ekki aðdráttarafl Íslands eitt og sér sem ræður því hvert þotur félaganna tveggja fljúga. Markaðurinn fyrir Atlantshafsflug vegur þar líklega þyngst og við það býr íslensk ferðaþjónusta enda standa Icelandair og WOW air undir bróðurparti alls áætlunarflugs til landsins. Það má því fullyrða að breytingar á leiðakerfum flugfélaganna hafa ekki minni áhrif á ferðamannastrauminn en sveiflur á gengi krónunnar. Áhrifin eru jafnvel meiri.

;

Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …