Flugmiði til Mallorca og heim aftur á rétt um 10 þúsund krónur

Ef þú kemst í vikuferð með stuttum fyrirvara þá geturðu bóka þér flug til spænsku sólareyjunnar núna fyrir mjög lítið.

Mynd: Matthew Kane / Unsplash

Þó forsvarsmenn flugfélaganna tali um að fargjöld verði að hækka þá er úrvalið af ódýrum farmiðum til og frá landinu töluvert þessa dagana. Ódýrustu farmiðarnir eru þó sennilega þeir sem Plúsferðir bjóða núna til Mallorca dagana 2. til 9. september því þeir kosta aðeins 9.900 krónur og fylgir innritaður farangur upp á 23 kíló með. Reyndar bætist svo við bókunargjald sem nemur 900 krónum á hvern farþega.