Samfélagsmiðlar

Framkvæmdastjóri Netgíró ætti ekki að vera í vafa

Lögfræðingur hjá Neytendastofu telur það sjálfsagt að forsvarsmenn fyrirtækja þekki rétt viðskiptavina sinna. Forsvarsmenn Netgíró bíða hins vegar eftir lögfræðiáliti á stöðu þeirra sem nýta greiðsluþjónustu fyrirtækisins.

Það er ekki sama hvernig greitt er fyrir flugmiða ef rekstur flugfélagsins stöðvast áður en ferðin hefst.

Þegar greitt er fyrir vörur og þjónustu með greiðslukorti þá eiga korthafar rétt á endurgreiðslu ef það sem þeir keyptu fæst ekki afhent. Þetta á líka við ef rekstrarstöðvun flugrekanda verður til þess að korthafi situr uppi með farmiða sem ekki nýtast. Þá getur farþeginn gert kröfu hjá útgefanda kortsins um endurgreiðslu. Staða þeirra sem sem nýta Netgíró til að greiða fyrir flugmiða hjá íslensku flugfélögunum er hins vegar óljós líkt og greint var frá fyrir helgi. Í kjölfarið hafði Morgunblaðið það eftir Helga Birni Kristinssyni, fram­kvæmda­stjóri Netgíró, að hann gæti ekki geta tjáð sig um hvort fyr­ir­tækið myndi end­ur­greiða viðskipta­vin­um sem fengu ekki full­greidda vöru eða þjón­ustu af­henta. Hann lofaði að svar fengist í þessari viku.

Aðspurð um þetta þekkingarleysi forsvarsfólks Netgíró þá segir Þórunn Anna Árnadóttir, sviðstjóri hjá Neytendastofu, að það sé að sjálfsögðu eðlilegt að fyrirtæki þekki almennt rétt viðskiptavina sinna. „Við höfum þó oft rekið okkur á það í gegnum tíðinna að fyrirtæki þekkja ekki nógu vel réttindi neytenda,“ bætir Þórunn Anna við.

Þurfa að bíða lengi eftir greiðslukortagreiðslum

Megin skýringin á því að greiðslukortafyrirtækin tryggja endurgreiðslu á vöru og þjónustu, sem ekki fæst afhent, er sú að seljandinn sjálfur fær oft ekki andvirði sölunnar fyrr en varan er komin í hendur kaupanda. Flugfélög fá því ekki alltaf söluverðið um leið og farþeginn pantar ferð. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins á meðan færsluhirðingarfyrirtækin halda eftir 80 til 90 prósent af sölu WOW air þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin samkvæmt frétt Vísis.

WOW fær greiðslu Netgíró fyrr

Icelandair hóf nýverið að bjóða upp á Netgírógreiðslur á meðan WOW hefur tekið á móti þess háttar síðan í árslok 2015. Þá hafði Túristi það eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, að þegar farþegar greiða með Netgíró þá fengi WOW air upphæðina innan við 14 dögum síðar. „Með því að fá greiðslu fyrr þá myndast sparnaður í rekstri WOW air og viljum við skila þeim sparnaði beint til farþega okkar,“ bætti Svanhvít við.

Bókunargjald WOW til skoðunar

Einn af hvötum viðskiptavina WOW air fyrir því að greiða með Netgíró er sú staðreynd að það er ódýrara en að borga með greiðslukorti. Þeir sem nýta kortin greiða 999 krónur ofan á auglýst fargjald á meðan flugfélagið tekur ekki þóknun af Netgíró. Reyndar þarf farþeginn að borga Netgíró 249 krónur fyrir greiðsluna og þar með er í raun ekki hægt að kaupa farmiða hjá WOW á því verði sem auglýst er. Þórunn Anna segir að Neytendastofa hafi verið með til meðferðar markaðssetningu WOW air m.t.t. bókunargjalds félagsins en því máli hefur ekki verið lokið formlega.

Nýtt efni

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …