Haustflugið til Barcelona þarf ekki kosta mikið

Ef þú ferðast létt og getur stungið af í miðri viku þá geturðu komist til höfuðborgar Katalóníu fyrir lítið.

barcelonna Camille Minouflet
Frá Barcelona Mynd: Camille Minouflet / Unsplash

Haustveðrið í Barcelona er alla jafna notalegt og þessi sívinsæla ferðamannaborg er því góð heim að sækja á þessum árstíma. Flugsamgöngurnar héðan til El Prat flugvallar, í útjaðri borgarinnar, eru líka tíðar næstu vikurnar. Þannig bjóða flugfélögin Norwegian, Vueling og WOW upp á reglulegar ferðir þangað og ódýrustu farmiðirnar, aðra leið, kosta minna en 10 þúsund krónur. Svo ódýr fargjöld finnast á þónokkrum dagsetningum en miðarnir í kringum helgar kosta alla jafna meira. Eins ber að hafa í huga að flugfélögin þrjú rukka öll aukalega fyrir farangur, val á sætum og allar veitingar.

Ferðirnar til Barcelona eru á ólíkum dögum og dagsportum eftir flugfélögum og verðið á hverjum fluglegg er mjög mismunandi. Það getur því betri kostur að fljúga út með einu flugfélagi en heim með öðru. Leitarvél Momondo er fín til að sjá hvaða kostir eru í boði.

Hér má svo bera saman tilboð á hótelum í borginni: