Samfélagsmiðlar

Hvalaskoðun en ekki hvalveiðar

Ferðafrömuðurinn Clive Stacey hefur áhyggjur af neikvæðum áhrifum hvalveiða á íslenska ferðaþjónustu.

clive turisti is

Clive Stacey.

Hvalaskoðun er oft einn af hápunktunum Íslandsferða viðskiptavina bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World sem hefur verið umsvifamikil í skipulagningu ferða hingað síðustu áratugi. Stofnandi og forstjóri Discover the World hefur því áhyggjur af hvalveiðum hér við land eins og fram kemur í aðsendri grein hans sem hér er að finna.

„Ég hef verið Íslandsvinur frá árinu 1972 og hef starfað mestalla ævina við íslenska ferðamennsku og mig langar til að spyrja hvers vegna Ísland leyfir enn að hvalir séu veiddir. Það gefur mjög neikvæða mynd af Íslandi erlendis og töluverður fjöldi fólks hættir við að bæði ferðast til landsins og að kaupa íslenska vöru vegna þessa.

Þið skiljið að ég er ekki að segja að restin af heiminum sé tandurhrein og mörg önnur lönd hafa siði sem brjóta í bága gegn öðrum, en hverju eruð þið að reyna að áorka hér? Er það bara til að standa fast á rétti ykkar til að veiða hvali sem sjálfstæð þjóð? Nú þið eruð búin að sanna það, svo hvers vegna slökkvið þið ekki á öndunarvélinni hjá þessum fornfálega sið og einbeitið ykkur að því að kynna Ísland sem heims leiðtoga í hvalaskoðun – sem það nú þegar er. Það væri frábærlega góð frétt sem myndi styrkja enn frekar jákvæða ímynd Íslands, sem nú er í óvissu vegna þrjósku eins manns.

Discover The World (eða Arctic Experience eins og fyrirtækið hét upprunalega) var stofnað fyrir 35 árum vegna persónulegrar ástríðu minnar fyrir Íslandi. Ég var svo heppinn að fá að vera í eitt og hálft ár á Flateyri sem ungur maður og mig langaði til að deila reynslu minni af hlýju og menningu Íslendinga og ykkar ótrúlega landi með öðrum. Árið 1973 var ég að vinna sem háseti á bát þegar ég heyrði söng hnúfubaks. Hann syndi beint undir litla bátinn okkar. Ég hef aldrei verið jafn snortinn í lífi mínu og ég hef verið áhugamaður um þessar risa skepnur alla tíð síðan.

Árið 1989 voru enn engar hvalaskoðanir á Íslandi. Mig langaði til að endurlifa reynslu mína frá 1973 og leigðum við togara frá Höfn. Þarna var hvalaskoðunin nýfædd með litlum sem engum upplýsingum um það hvaða hvali við gætum kannski séð. En við sáum þá. Mikið af þeim. Þetta var upphafið af íslenska hvalaskoðunariðnaðinum sem nú til dags flytur 350.000 manns árlega og halar inn “biljónum” af íslenskum krónum inn í samfélagið. Og mjög mikið af viðskiptavinum okkar nefna þetta sem hápunkt upplifunar þeirra af Íslandi.

Discover the World hefur rekið áróður fyrir því í mörg ár að hvalveiðum verði hætt, með reglulegu millibili lýsum við áhyggjum okkur við íslensku ríkisstjórnina, tökum þátt í beiðnum og styrkjum samtök sem berjast á friðsamlegan hátt gegn þeim. Við munum halda áfram að gera það. Við erum líka meðvituð um að margir einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi eru á móti hvalveiðum meðal annars Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og margir lykil meðlimir þess eins og Icelandair.

Líkt og mörgum umhverfissamtökum sem reyna að stöðva hvalveiðar á Íslandi að röklegar umræður og samtöl hafi sterkustu áhrifin til breytinga. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að láta innfædda vita af skoðunum þeirra á kurteisan og röksamlegan hátt. Við biðjum gesti ekki að ganga framhjá stöðum sem selja hvalkjöt, en við útskýrum að það eigi ekki að líta á þetta sem sannan íslenskan sið.“

Clive Stacey
Forstjóri & stofnandi
Discover the World Ltd.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …