Samfélagsmiðlar

Hvalaskoðun en ekki hvalveiðar

Ferðafrömuðurinn Clive Stacey hefur áhyggjur af neikvæðum áhrifum hvalveiða á íslenska ferðaþjónustu.

clive turisti is

Clive Stacey.

Hvalaskoðun er oft einn af hápunktunum Íslandsferða viðskiptavina bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World sem hefur verið umsvifamikil í skipulagningu ferða hingað síðustu áratugi. Stofnandi og forstjóri Discover the World hefur því áhyggjur af hvalveiðum hér við land eins og fram kemur í aðsendri grein hans sem hér er að finna.

„Ég hef verið Íslandsvinur frá árinu 1972 og hef starfað mestalla ævina við íslenska ferðamennsku og mig langar til að spyrja hvers vegna Ísland leyfir enn að hvalir séu veiddir. Það gefur mjög neikvæða mynd af Íslandi erlendis og töluverður fjöldi fólks hættir við að bæði ferðast til landsins og að kaupa íslenska vöru vegna þessa.

Þið skiljið að ég er ekki að segja að restin af heiminum sé tandurhrein og mörg önnur lönd hafa siði sem brjóta í bága gegn öðrum, en hverju eruð þið að reyna að áorka hér? Er það bara til að standa fast á rétti ykkar til að veiða hvali sem sjálfstæð þjóð? Nú þið eruð búin að sanna það, svo hvers vegna slökkvið þið ekki á öndunarvélinni hjá þessum fornfálega sið og einbeitið ykkur að því að kynna Ísland sem heims leiðtoga í hvalaskoðun – sem það nú þegar er. Það væri frábærlega góð frétt sem myndi styrkja enn frekar jákvæða ímynd Íslands, sem nú er í óvissu vegna þrjósku eins manns.

Discover The World (eða Arctic Experience eins og fyrirtækið hét upprunalega) var stofnað fyrir 35 árum vegna persónulegrar ástríðu minnar fyrir Íslandi. Ég var svo heppinn að fá að vera í eitt og hálft ár á Flateyri sem ungur maður og mig langaði til að deila reynslu minni af hlýju og menningu Íslendinga og ykkar ótrúlega landi með öðrum. Árið 1973 var ég að vinna sem háseti á bát þegar ég heyrði söng hnúfubaks. Hann syndi beint undir litla bátinn okkar. Ég hef aldrei verið jafn snortinn í lífi mínu og ég hef verið áhugamaður um þessar risa skepnur alla tíð síðan.

Árið 1989 voru enn engar hvalaskoðanir á Íslandi. Mig langaði til að endurlifa reynslu mína frá 1973 og leigðum við togara frá Höfn. Þarna var hvalaskoðunin nýfædd með litlum sem engum upplýsingum um það hvaða hvali við gætum kannski séð. En við sáum þá. Mikið af þeim. Þetta var upphafið af íslenska hvalaskoðunariðnaðinum sem nú til dags flytur 350.000 manns árlega og halar inn “biljónum” af íslenskum krónum inn í samfélagið. Og mjög mikið af viðskiptavinum okkar nefna þetta sem hápunkt upplifunar þeirra af Íslandi.

Discover the World hefur rekið áróður fyrir því í mörg ár að hvalveiðum verði hætt, með reglulegu millibili lýsum við áhyggjum okkur við íslensku ríkisstjórnina, tökum þátt í beiðnum og styrkjum samtök sem berjast á friðsamlegan hátt gegn þeim. Við munum halda áfram að gera það. Við erum líka meðvituð um að margir einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi eru á móti hvalveiðum meðal annars Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og margir lykil meðlimir þess eins og Icelandair.

Líkt og mörgum umhverfissamtökum sem reyna að stöðva hvalveiðar á Íslandi að röklegar umræður og samtöl hafi sterkustu áhrifin til breytinga. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að láta innfædda vita af skoðunum þeirra á kurteisan og röksamlegan hátt. Við biðjum gesti ekki að ganga framhjá stöðum sem selja hvalkjöt, en við útskýrum að það eigi ekki að líta á þetta sem sannan íslenskan sið.“

Clive Stacey
Forstjóri & stofnandi
Discover the World Ltd.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …