Samfélagsmiðlar

Leigja sér bílaleigubíl milli flugferða

Sá fjöldi ferðamanna sem bókar bíl við Keflavíkurflugvöll yfir dagspart fer hratt vaxandi. Það er þó ekki eina ástæða þess að leigutíminn hjá bílaleigunum hefur dregist saman.

Garðar Sævarsson hjá Enterprise bílaleigunni.

„Fyrir tveimur árum kom það varla fyrir að við leigðum út bíla í einn dag við Keflavíkurflugvöll en í sumar höfum við fengið mikinn fjölda dagsleiga. Oftast koma viðskiptavinirnir að morgni og þá beint úr flugi og skila bílnum seinnipartinn,” segir Garðar Sævarsson, hjá Enterprise. Eftirspurnin eftir þessum dagsleigum takmarkast aðallega við Bandaríkjamenn sem koma hingað um morgun og fljúga svo af landi brott seinnipartinn eða um kvöld. „Þeir fara í stutta ferð í Bláa Lónið og skoða sig um á suðvesturhorninu,” bætir Garðar við.

Þar sem þessi hópur skiptifarþega fer út úr Leifsstöð á milli flugferða er fólkið talið sem ferðamenn hér á landi í talningu Ferðamálastofu. Jafnvel þó það dvelji ekki hér yfir nótt en ferðamaður er almennt skilgreindur sem sá sem dvelur a.m.k. eina nótt í viðkomandi landi. Þetta er sú skilgreining sem ferðamálaráð Sameinuðu þjóðanna notar og hana má líka finna í hugtakalista á heimasíðu Ferðamálastofu. Skekkjan sem skiptifarþegar valda í fyrrnefndri talningu er mismikil eftir árshlutum líkt og kannanir Isavia hafa sýnt en þær voru fyrst framkvæmdar i fyrra eftir að Túristi vakti máls á því að skekkjan væri líklega að aukast í tengslum við aukið framboð á flugi.

Fáir sem leiga í 2 vikur

Hin nýja sókn í dagsleigu á bílaleigubílum er þó ekki eina breytingin sem á sér stað hjá bílaleigunum. Nú koma bókanir til að mynda inn með skemmri fyrirvara en áður að sögn Garðars. „Eins og farþegatölur gefa til kynna er vöxtur í ferðamennsku í ár drifin áfram af ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Þetta er þróun sem hófst í fyrra og hefur haldið áfram í ár og hún hefur haft í för með sér greinilegan samdrátt í komu ferðamanna frá Mið-Evrópu en þeir dvelja hér yfirleitt lengur og bókar með lengri fyrirvara. Tveggja vikna leigur eru t.d. orðnar mjög fátíðar. Samsetning ferðamanna og kauphegðum hefur því breyst gríðarlega á síðustu 2 árum og það hefur verið mikil áskorun fyrir okkar rekstur.” Garðar bendir jafnframt á að bandarískir ferðamenn kjósi oftast að fara um á bílaleigubílum og það hafi haft áhrif hversu fjölmennir þeir eru orðnir hér á landi.

Leigutíminn styttist aftur í ár

Meðal leigutíminn yfir sumarið hjá Enterprise hefur af þessum sökum dregist saman um tíund frá síðasta ári. Bætist það við styttinguna sem varð í fyrra þegar leigudögunum fækkaði um fimmtung að jafnaði í samanburði við sumarið 2016. „Þrátt fyrir þetta erum við að auka tekjur okkar frá síðasta ári enda höfum við verið í uppbyggingarfasa síðustu árin,” segir Garðar en floti bílaleigunnar telur nú um þúsund ökutæki en Enterprise er hún hluti af Kynnisferðum, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins.

Eiga allt undir sumrinu

Aðspurður um útlitið fyrir veturinn þá segir Garðar að á þessum tímapunkti sé lítið hægt að segja því bókanir fyrir vetrarmánuðina koma yfirleitt með skömmum fyrirvara. „Vetrarferðamennska hefur stóraukist undanfarin ár og það hefur hjálpað bílaleigum eins og öðrum greinum ferðaþjónustu. Verðið yfir veturinn eru engu að síður langt frá því sem að við sjáum á sumrin og eftirspurnin minni. Við eigum því allt undir því að sumarmánuðurnir séu sterkir.”

Verðið á niðurleið

Álögur hins opinbera á bílaleigur hefur aukist síðustu ár en það hefur ekki skilað sér út í verðlagi því leiguverðið hefur farið lækkandi að sögn Garðars. Hann segir skýringuna megi til að mynda finna í fjárfestingum bílaleigufyrirtækjanna og því hafi verið umfram magn af bílaleigubílum í boði í fyrra. „Verðið lækkaði því umfram það sem að eðlilegt er auk þess sem að nýtingin var verri. Sérstaklega yfir háannatímann. Í ár hafa bílaleigur haldið að sér höndum í fjárfestingum og markaðurinn því að öllum líkindum minni. Verðið hefur þar með haldist stöðugara og nýtingin batnað frá því í fyrra,” segir Garðar.

Nýtt efni

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …