Samfélagsmiðlar

Skúli og Svanhvít skýra stöðuna

Í dag birtast viðtöl við forsvarsfólk WOW air í útbreiddustu dagblöðum landsins. Þar fást svör við nokkrum af þeim spurningum sem verið hafa uppi síðustu daga. Nokkrum atriðum er þó áfram ósvarað.

wow skuli airbus

Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air.

„Miðasala félagsins hefur verið fín og við sjáum ekki að þessi umfjöllun hafi haft nein áhrif á sölu miða síðustu daga,“ segir Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, í viðtali við Fréttablaðið í dag. Þar var hann spurður hvort hið mikla umtal um fjárhagslegan styrk WOW air hefði haft áhrif á farmiðasölu. Í því samhengi má benda á að staðan á íslenskum flugmarkaði var á dagskrá á ráðherrafundi í vikunni. Umfjöllunin takmarkast því ekki við kaffistofur landsins og það kann að vera ástæða þess að bæði Skúli Mogensen og Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjá sig við fjölmiðla í dag. Þó ber að hafa í huga að hlutfall Íslendinga í þotum WOW air er lágt því rétt um sjöundi hver farþegi kemur frá heimamarkaðinum. Vangaveltur hér á landi um fjárhagstöðu WOW air hafa því ósennilega einhver áhrif á sölu farmiða út í heimi. Þessi umræða gæti þó haft áhrif á innlenda og erlenda birgja félagsins.

Í fyrrnefndu viðtali við Fréttablaðið svarar Skúli mörgum af þeim spurningum sem vaknað hafa í kjölfar þess að WOW air birti upplýsingar um taprekstur sinn í fyrra og að útboðslýsing í tengslum við skuldabréfaútgáfu félagsins fór í dreifingu í síðustu viku. Þar kom til að mynda fram að eiginfjárstaðan hefði styrkst á fyrri helmingi ársins og segir Skúli skýringuna til að mynda að finna í kaupum á fraktflutningafyrirtækin Cargo Express. Þess ber þó að geta að Skúli átti sjálfur meirihlutann í því félagi og hvað sem líður núverandi verðmati á fraktflutningafélaginu má velta vöngum yfir því hvers virði það væri ef fyrirtækið yrði rekið sjálfstætt en ekki í nánum tengslum við flugfélag.

Sækja í viðskiptaferðalanga

Aðspurður um viðbrögð fjárfesta við yfirstandandi útboði WOW air á skuldabréfum fyrir 6 til 12 milljarða króna þá segir Skúli Fréttablaðinu að undirtektirnar hafi verið góðar. Það hefur þó vakið athygli að í útboðslýsingunni er gert ráð fyrir töluverðum viðsnúningi í rekstri WOW air á næsta ári en Skúli segir forsendurnar fyrir þeirri bætingu ekki vera hærra farmiðaverð og lækkandi olíuverði. „Við erum því ekki að spá hækkandi grunnfargjaldi og lækkandi olíuverði.“ Auknar hliðartekjur og sala á svokölluðum Premium sætum munu vera meginskýringin á auknum tekjum. Hvort það þýði að verðskrá WOW air fyrir innritun á töskum, val á sætum og fleiru álíka eigi eftir að hækka á eftir að koma í ljós en aukagjöld WOW nú þegar í hærri kantinum. Þannig borgar farþegi sem flýgur með félaginu frá London til New York, með millilendingu á Íslandi, 45% meira fyrir innritaðan farangur en í beinu flugi Norwegian á milli borganna.

Skúli hefur áður lýst því yfir að hann telji félagið eiga mikla möguleika í að laða til sín fleiri viðskiptaferðalanga sem bóki dýrari og breiðari sæti. Sá markhópur er samkeppnisaðilum WOW mjög mikilvægur því samkvæmt nýlegri úttekt IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga, þá standa farþegarnir í fremsta farrými undir um helmingi tekna flugfélaganna í áætlunarferðum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Samkeppnin um þá sem bóka dýrari sætin er því væntanlega ennþá harðari en um almenna farþega.

Stefna á verulega bætingu á seinni árshelmingi

Fréttablaðið birtir jafnframt spár forsvarsfólks WOW air um breyttan rekstur á seinni hluta ársins. Þar er gert ráð fyrir að tekjur og gjöld hækki um 35 prósent og að EBIDTA, rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, tvöfaldist frá sama tíma í fyrra. Spár um álíka jákvæða sveiflu á milli ára eru ekki að finna hjá stóru flugfélögunum í Evrópu þó mörg þeirra geri ráð fyrir að afkoman á þriðja ársfjórðungi verði góð. Hjá Norwegian, sem hefur verið leiðandi í verðlagningu á Atlantshafsflugi undanfarin misseri, þá var mikill hagnaður á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Tapið á þeim fjórða var hins vegar hátt.

Aukin fjárþörf skrifast líka á Indlandsflugið

Sem fyrr segir þá tjáir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, sig líka við fjölmiðla í dag. Í Morgunblaðinu er hún spurð út í ástæður þess að félagið þurfi nú að leita aukins fjármagns þrátt fyrir að hafa gefið það út í nóvember í fyrra að reksturinn væri að fullu fjármagnaður. Þetta er spurning sem Túristi hefur spurt forsvarsfólk WOW air síðustu vikur en ekki fengið svör í Morgunblaðinu segir Svanhvít að skýringin á aukinni fjármagnsþörf sé helst að finna í nýju Indlandsflugi félagsins. „Í nóvember á síðasta ári, þegar tilkynningin var send út, var ekki búið að taka ákvörðun um að hefja áætlunarflug til Indlands sem er umtalsverð fjárfesting fyrir félagið. Jafnframt viljum við styrkja okkur til mun lengri tíma en til loka árs 2019 og núverandi fjármögnun er liður í því,“ segir Svanhvít í Morgunblaðinu. Í grein blaðsins er hins vegar bent á að það hafi komið fram í máli forsvarsmanna WOW um langt skeið að þeir horfðu til Asíu og þau plön séu því ekki ný af nálinni.

 

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …