Spánarflug á tilboði í sumarlok

Þeir sem komast í frí með stuttum fyrirvara geta fengið mjög ódýra flugmiða til Spánar.

Frá Kanarí. Mynd: Ferðamálaráð Spánar

Nú eru skólarnir að hefjast og þá kemst fjölskyldulífið í fastari skorður en verið hefur í sumar. Um leið og það gerist þá dregst eftirspurnin eftir sólarlandaferðum þónokkuð saman og verðið á þess háttar reisum lækkar. Til marks um það eru tilboðin sem stærstu ferðaskrifstofur landsins bjóða þessa dagana. Hjá Úrval-Útsýn má til að mynda finna flug, báðar leiðir, til Spánar á 19.900 krónur og pakkaferðir fyrir 37.900 krónur.

Heimsferðir kynna svo Ágústsprengju þar sem í boði eru pakkaferðir og „tveir fyrir einn“ tilboð á flugmiðum. Á afmælistilboði Vita eru svo alls kyns Spánarferðir.

Hvort hægt verði að reikna með álíka tilboðum í haust og vetur á eftir að koma í ljós en eitt er víst að eins og staðan er núna þá er töluvert framboð á vetrarflugi til Tenerife og Kanarí.