Þú gætir unnið skíðaferð fyrir 2 til Whistler í Vancouver

GB-ferðir sérhæfa sig í ferðum á stærsta skíðasvæði Norður-Ameríku. Ef þú ert með réttu svörin þá gætir þú verið á leiðinni þangað.

Leiknum er lokið og nafn vinningshafans hefur verið birt.

 

Fjöllin Whistler og Blackcomb laða til sín útivistarfólk allt árið um kring og yfir vetrarmánuðina er svæðið í essinu sínu. Það er því engin tilviljun að Whistler Blackcomb skíðasvæðið er marglofað og ekki dregur það úr aðdráttaraflinu að þarna voru ólympíuleikarnir haldnir fyrir ekki svo mörgum árum síðan.

GB-ferðir hafa um árabil boðið upp á skíðaferðir til Austurríkis og Colorado í Bandaríkjunum og í fyrra bættist Whistler Blackcomb við. Nú er önnur vetrarvertíðin að hefjast og af því tilefni ætla GB-ferðir að bjóða einum heppnum lesenda Túrista frímiða fyrir 2 til Whistler Blackcomb í vetur. Innifalið er flug, gisting á Westin Whistler hótelinu og lyftupassi.

Til að eiga möguleika á vinningnum þarf einfaldlega að svara þessum þremur spurningum rétt fyrir lok september og merkja svörin með nafni og netfangi hér fyrir neðan. Dregið verður úr réttum svörum þann 1. október.

Athugið að netföng þátttakanda fara sjálfkrafa á póstlista Túrista. Hægt er að afskrá sig af honum hvenær sem er.