Útsala á íslenskri gistingu fær góðar viðtökur

Norðurljósaherferð Expedia fer vel af stað og nú þegar hafa selst um 4500 nætur á íslenskum hótelum.

Norðurljósaherferð Expedia fer vel af stað. Mynd: Landon Arnold / Unsplash

Líkt og síðustu ár þá býður bókunarsíðan Expedia nú upp á sérstök kjör á gistingu hér á landi í tengslum við svokallaða Norðurljósaherferð. Þar er að finna afslætti á hótelherbergjum á Íslandi, Noregi, Norður-Kanada og víðar og gilda þessi sérkjör í allan vetur en bóka þarf fyrir 19. september. Salan hófst hins vegar í þarsíðustu viku og fyrstu sjö dagana seldust um 4500 nætur hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Expedia. Það er helmingi meiri sala en á Norðurljósaherferðinni í fyrra en á varð líka töluverð söluaukning miðað við herferðina árið 2016.

Íslensku gististaðirnir sem taka þátt í herferð Expedia eru af öllum stærðum og gerðum og afslátturinn er mismikill á milli tímabila samkvæmt lauslegri athugun Túrista.