Aðeins ódýrari bílaleigubílar í vetur í Orlandó

Sá sem leigir bíl í dag í Orlandó sparar sé nokkur þúsund krónur í samanburði við þann sem var á ferðinni í hittifyrra.

florida lance asper
Mynd: Lance Asper / Unsplash

Yfir vetrarmánuðina halda margir í frí til Orlandó og þar er nauðsynlegt að hafa ökutæki til umráða. Það eru því góð tíðindi að verðið á bílaleigunum við helsta flugvöll borgarinnar, Orlando International Airport, er hagstætt núna. Alla vega í samanburði við stöðuna haustin 2014 og 2016. Þá kannaði Túristi líka verðlagið og eins og sjá má á samanburðinum hér fyrir neðan þá er leigan lægri í dag ef taka á bíl í byrjun nóvember. Munurinn á verðskránni í febrúar er minni.

Það er Icelandair sem flýgur til Orlando og í fyrra hóf félagið líka að fljúga til Tampa og þar með eru áfangastaðir flugfélagsins á Flórída orðnir tveir. Eins og sjá má á neðri töflunni þá er lítill munur á leiguverðinu þar í borg og í Orlandó.

Sem fyrr er leitarvél bókunarfyrirtækis Rentalcars nýtt í verðsamanburðinn en hún finnur oft hagstæðari verð en þau sem bjóðast ef farið er beint til bílaleigufyrirtækjanna.