Beint flug á háværasta leikvang NFL

Það gæti verið vissara að taka með sér eyrnatappa á Arrowhead leikvanginn í Kansas borg.

Borgarbúar í Kansas City styðja vel við bakið á sínum mönnum í Chiefs. Mynd: Kansas City Convention & Visitros Association

Tímabilið fer vel af stað hjá Kansas City Chiefs í NFL deildinni vestanhafs. Liðið hefur sigrað fyrstu þrjá leiki vetrarins og leikstjórnandinn og Íslandsvinurinn Patrick Mahomes hefur farið á kostum. Það er því sérstaklega góð stemning á heimavelli Chiefs en sá er reyndar þekktur fyrir mikið fjör. Og reyndar er stuðið svo mikið að hávaðinn þar mælist alla jafna hár og fór hann upp í allt að 142,2 desibil fyrr á þessu ári. Aldrei áður hefur hávaðinn á íþróttaleik vestanhafs mælst jafn hár og er afrekið skráð í heimsmetabók Guinness.

Þeir sem vilja prófa að upplifa þessa ógúrlegu stemningu sem ríkir á Arrowhead vellinum geta nú flogið þangað beint með Icelandair en síðustu ferðir félagsins til borgarinnar eru á dagskrá í lok vikunnar. Félagið tekur svo upp þráðinn í vor.

Þeir sem ætla að gera sér ferð til Kansas City á næstunni ættu ekki að láta grillstaði borgarinnar fara framhjá sér. Hér er nokkrir af þeim sem einn helsti matgæðingur borgarinnar mælir með.