Flestar bakteríur á bökkunum í vopnaleitinni

Klósettskálarnar eru hreinni en plastbakkarnir sem við þurfum að setja snyrtivörurnar okkar í áður en farið er í flug.

Þó handfarangurinn standist skoðun í vopnaleitinni þá gæti hann komið þaðan skítugri en hann var. Mynd: Cph.dk

Fyrir nokkrum árum var sýnt fram á að hvergi væri sýklaflóran flugvélum meiri en akkúrat á sætisborðunum sem farþegar setja matinn sinn á. Núna hefur svo finnsk rannsókn leitt í ljós að bakkarnir sem nýttir eru við vopnaleitina á flugvöllum eru grútskítugir alla vega þegar litið er til fjölda skaðlegra baktería. Í könnuninni voru tekin sýni af 90 stöðum á Vantaa flugstöðinni í Helsinki og fjögur loftsýni og niðurstöðurnar leiða í ljós að fyrrnefndir bakkar toppuðu listann yfir þá fleti þar sem bakteríurnar voru flestar.

Hinir ýmsu snertifletir á salernum flugstöðvarinnar reyndust hreinni en plastboxin sem við setjum handfarangurinn okkar í. Þar á meðal síma, tölvur og auðvitað snyrtivörurnar en þær er þó í poka vegna vökvabannsins sem ennþá er í gildi.

Aðstandendur finnsku hreinlætiskönnunarinnar mælast til að flugfarþegar nýti sér handsprittið sem oft er í boði við vopnaleitir flugvalla, þess háttar má t.d finna í Leifsstöð.