Frábært svæði fyrir „off-piste“

Gunnar Harðarson hefur tvívegis farið í skíðaferð til Whistler með fjölskylduna. Hann segir svæðið fjölbreytt og sérstaklega er hann hrifinn af möguleikunum fyrir þá sem vilja fara ótroðnar slóðir.

GUNNAR HARÐARSON KANN AÐ META PÚÐRIÐ Í WHISTLER. Mynd frá Whistler: Tourism Whistler / Mike Crane

Nú er önnur skíðavertíð GB ferða í Whistler að hefjast og af því tilefni geta lesendur Túrista nú að tekið þátt í ferðaleik hér á síðunni þar sem í boði er skíðaferð fyrir tvo til Whistler. Einn þeirra sem hefur góða reynslu af því að skíða í Whistler er Gunnar Harðarson og hann svaraði nokkrum spurningum um svæðið og aðstöðuna.

Hvernig er að skíða í Whistler og þá í samanburði við annað sem þú hefur prófað

Whistler er mjög fjölbreytt skíðasvæði þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Svæðið er mjög fjölskylduvænt og einnig er það frábært fyrir „off-piste“ skíðamennsku. Krakkarnir okkar eru eru bæði á brettum og skíðum og er óhætt að segja að þau skemmtu sér mjög vel og sérstaklega þótti þeim gaman á hinu stóra stökkpallasvæði. Bærinn er aðgengilegur og þægilegur og frábær þjónusta á hótelunum sem GB-ferðir er með í Whistler sem við gistum á. Verðlagið var eðlilegt og sanngjarnt að mínu mati.

Eitthvað sem kom þér á óvart?

Það kom mér mest á óvart hvað svæðið var fjölbreytt og bíður upp á marga möguleika á „off-piste“ skiðamensku án þess að þurfa að ganga mikið.

Hvernig er stemningin í brekkunum og í bænum á kvöldin?

Það er mikið er af veitingastöðum í fjöllunum tveimur og af öllum stærðum og gerðum. Þarna eru stórir skíðaskálar með mikið úrval og einnig litlir huggulegir skálar. Þegar niður er komið er þó nokkuð um bari sem bjóða upp á skemmtilega „apres-ski“ stemmingu. Í bænum sjálfum eru fjölbreytnin í veitingahúsaflóruinn mikil. Þarna eru steikarstaðir, ítölsk veitingahús og sushibarir svo eitthvað sé nefnt. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi staðirnir eru fyrsta flokks og í öllum verðflokkum.

Áttu góð ráð fyrir þá sem ætla að prófa Whistler í vetur vetur?

Við höfum bæði verið yfir áramót og einnig í febrúar og fannst okkur mjög gaman og erfitt að segja hvort var betra.   Vissulega var mjög hátíðlegt og jólalegt um áramótin og þeir kunna svo sannarlega að fagna nýju ári í Whistler.

Taktu þátt í ferðaleik GB-ferðir þar sem í vinning er skíðaferð fyrir tvo til Whistler í vetur. Sjá hér.