Góður matur eða góð gisting?

Hvort skiptir þig meira máli þegar þú ferðast til útlanda; að fá góðan mat eða búa vel?

hotel res Jason Briscoe
Mynd: Jason Briscoe / Unsplash

Á Tripadvisor keppast ferðamenn við að veita umsagnir um hótel og veitingastaði enda vega kaup á mat og gistingu þungt í ferðakostnaðinum. Á sama hátt eru ferðablöðin full af greinum um mat, drykk og góða gististaði. Fólk leggur hins vegar mismikið upp úr þessum þáttum. Sumum er eiginlega alveg sama hvernig hótelið er svo lengi sem staðsetningin er ágæt og herbergin þrifaleg. Aðrir vilja hins vegar að hótelið sé einn af hápunktum ferðarinnar. Svo eru þeir sem hafa kortlagt veitingahúsin á áfangastaðnum og pantað borð á meðan aðrir láta þetta ráðist þegar út er komið og eru ekki að eltast við að upplifa matarmenningu heimamanna.

[qsm quiz=4]