Hlutur erlendu flugfélaganna stóð í stað

Þrátt fyrir að flugfélögunum fjölgi á Keflavíkurflugvelli þá eru þau íslensku með bróðurpartinn af áætlunarfluginu.

flug danist soh
Mynd: Danish Soh / Unsplash

Í ágúst buðu 24 flugfélög upp á reglulegt millilandaflug til og frá Íslandi og þar af voru Icelandair og WOW air með um þrjár af hverjum fjórum ferðum. Það er sama hlutfall og í ágúst í fyrra en stóra breytingin á milli ára er sú að vægi WOW air hefur aukist verulega eða úr 25,5% í 31,2% samkvæmt talningum Túrista.

Hafa ber í hug að talningin nær aðeins til fjölda ferða en ekki farþega. Þær upplýsingar eru ekki opinberar en Túristi hefur kært þá niðurstöðu og hefur Úrskurðarnefnd upplýsingamála gefið Isavia frest til 17. september til að rökstyðja þá afstöðu sína.