Keflavíkurflugvöllur er Kastrup mikilvægur

Að jafnaði fljúga daglega 63 farþegar héðan til Kaupmannahafnar þar sem þeir skipta um þotu og fljúga langt út í heim.

Frá Terminal 3 í Kaupmannahöfn. Mynd: Cph.dk

Fimm af hverjum 100 tengifarþegum á Kaupmannahafnarflugvelli í fyrra byrjuðu eða enduðu ferðalagið í Leifsstöð. Er þá aðeins litið til þeirra sem voru á leið í lengra flug frá Kastrup, til að mynda til annarra heimsálfa. Til þessa hóps teljast því til dæmis Íslendingar á leið til Kína með millilendingu í Kaupmannahöfn og Japanir á leið til hingað með viðkomu í Danmörku.

Samtals voru þetta 23 þúsund farþegar í fyrra eða um 63 á dag. Þessi mikli fjöldi skilar Keflavíkurflugvelli fimmta sætinu yfir mikilvægustu samgöngumiðstöðvarnar fyrir lengri flugleiðirnar sem í boði eru frá Kaupmannahöfn.

Í samtali við ferðaritið Standby segir Kasper Hyllested, talsmaður Kaupmannahafnarflugvallar, að góðar tengingar við fleiri flugvelli skipti sköpum fyrir framgang lengri flugleiða. Og engin flugvöllur skiptir þann danska meira máli en Arlanda í Stokkhólmi því þaðan komu flestir tengifarþegarnir í fyrra. Í þriðja sæti er Óslóarflugvöllur og svo kemur Landvetter í Gautaborg. Í fimmta sætinu er svo Keflavíkurflugvöllur.