Meiri hagnaður hjá Isavia

Bætt afkoma og fleiri farþegar á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar samdráttur á innanlandsflugvöllunum.

Mynd: Isavia

Tekjur af rekstri Isavia, sem á og rekur flugvelli landsins, jukust um 2,1 milljarð fyrstu sex mánuði ársins. Það er 12 prósent aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaðurinn á milli tímabila jókst álíka mikið og nam hann 2,2 milljörðum og heildarafkoman verið jákvæð um nærri 1,6 milljarða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

„Afkoma Isavia var í meginatriðum í takt við áætlanir félagsins,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs hefur fjölgað um 15,6% samanborið við sama tímabil í fyrra. Það er veruleg fjölgun sem er að stærstu hluta tilkomin vegna fjölgunar skiptifarþega sem er í takt við spár Isavia.“

Í fyrri helmingi þessa árs hefur vægi skiptifarþega á Keflavíkurflugvelli aukist úr tæpum 33 prósentum í rúm 38%. Þróunin á innanlandsflugvöllunum hefur hins vegar verið neikvæð því 8 þúsund færri nýttu sér flug milli íslenskra flugvalla fyrstu sex mánuðina í ár.