Passaðu upp á farangurinn á flugvellinum

Þúsund ferðatöskur hafa horfið á breskum flugstöðum síðastliðið ár.

taska faeriband
Mynd: Unsplash

Það er flogið beint frá Íslandi til tíu mismunandi flugvalla í Bretlandi og þeir sem ætla að nýta sér þessar góðu samgöngur á næstunni ættu að hafa auga með farangrinum sínum.  Þjófnaðir á ferðatöskum, í breskum flugstöðvum, eru nefnilega orðnir talsvert algengir að því kemur fram í The Times. Þar segir að undanfarin fimm ára hafi að jafnaði verið tilkynnt þúsund týndar töskur á ári hverju og til að mynda hurfu 44 töskur á Edinborgar flugvelli á tveggja mánaða tímabili í hittifyrra.

Breska lögreglan telur að þjófarnir kaupi sér ódýr fargjöld á milli landa til að komast í tæri við farangurinn en oftast láta þeir til skara skríða við vopnaleitina eða töskubeltin. Það er helst á morgnana sem þjófarnir eru að störfum því þá eru margir farþegar syfjaðir og fylgjast því ekki eins vel með og ella.