Samfélagsmiðlar

Segir óvissuna ekki hafa komið niður á sölu hótelanna

Undirbúningur á sölu hótela Icelandair er langt kominn. Umrótið sem skuldabréfútboð WOW air olli hefur ekki haft neina áhrif á ferlið að mati forstjóra Icelandair Group.

Frá Canopy hótelinu í Reykjavík sem tilheyri Icelandair hótelunum.

Í vor gáfu stjórnendur Icelandair Group það út að hótelhluti fyrirtækisins væri til sölu. Um er að ræða næststærsta hótelfyrirtæki landsins sem telur samtals 17 gististaði með hátt í tvö þúsund herbergi. Við þetta bætist rekstur sumarhótelkeðjunnar Hótel Edda. Þá stefnir fyrirtækið á opnun nýs hótels við Austurvöll í samstarfi við Hilton á næsta ári.

„Gagnasöfnun og undirbúningsvinna ráðgjafa félagsins, annars vegar Íslandsbanka og hins vegar breska fyrirtækisins HVS Hodges Ward Elliot, sem sérhæfir sig í viðskiptum með hótel, er langt komin og síðan fer formlegt söluferli í gang,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, um stöðu mála. Hann segir ekki horft til þess að ganga frá sölunni í ár. „Við erum ekki að horfa á neina sérstaka dagsetningu í þessum efnum. Það er mikill áhugi á félaginu og mikilvægt að vanda til verka. Eins og kom fram í tilkynningu okkar um söluna á sínum tíma erum við að horfa til þess að hámarka virði eignanna á sama tíma og horft verður til hagsmuna íslenskrar ferðaþjónustu, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila,“ svarar Bogi.

Fyrir rúmum fjórum mánuðum, þegar tilkynnt var að Icelandair hótelin yrðu seld, var spennan í kringum íslensku flugfélögin miklu minni en hún hefur verið síðustu vikur. Og óhætt er að segja að skuldabréfaútboð WOW air, sem fór fram fyrir opnum tjöldum, hafi ollið skjálfta í íslenskri ferðaþjónustu því hátt í fjórði hver ferðamaður sem hingað kemur flýgur með WOW.

Bogi segir að þetta ástand hafi ekki seinkað söluferlinu né lækkað væntingar um söluverð hótelanna. „Hins vegar hefur þessi atburðarás ekki farið framhjá mönnum. Það er alltaf ákveðin óvissa í spám um fjölda ferðamanna til Íslands. Ein breyta í þeirri jöfnu eru flugsamgöngur til landsins og fregnir af fjárhagslegum erfiðleikum flugfélags auka á þá óvissu,“ segir Bogi.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …