Samfélagsmiðlar

Skiptar skoðanir um tengsl varaformanns stjórnar Isavia við WOW

Matthías Imsland er einn af stofnendum WOW air. Ekki er liggur ljóst fyrir hvort flugfélagið skuldi lendingagjöld á Keflavíkurflugvelli eða ekki.

Matthías Imsland er varaformaður stjórnar Isavia og fyrrum meðeigandi og framkvæmdastjóri hjá WOW air.

„Við gefum ekki upplýsingar um stöðu einstakra viðskiptavina Isavia,“ segir í svari Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, við fyrirspurn um hvort frétt Morgunblaðsins á laugardag, þar sem haldið er fram að WOW air skuldi um 2 milljarða króna í lendingagjöld á Keflavíkurflugvelli, sé rétt. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi flugfélagsins, vísar fréttinni hins vegar á bug og segir flugfélagið ekki skulda yfir 2 milljarða. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, ítrekar þessa upphæð í svari sínu til Túrista þar sem spurt var hvort WOW air skuldi lendingagjöld á Keflavíkurflugvelli. Það er því ekki ljóst hvort skuldin er einhver eða engin en Ben Baldanza, fyrrum stjórnarmaður WOW, staðfesti þó við Túrista á laugardag að hann þekkti til skuldar flugfélagsins við Keflavíkurflugvöll.

Hefur viðkomandi hafi beitt sér sérstaklega fyrir þetta fyrirtæki?

Isavia er í eigu hins opinbera og er stjórn fyrirtækisins skipuð af Alþingi. Flokkarnir skipa sína fulltrúa í stjórnina og er Matthías Imsland fulltrúi Framsóknarflokksins. Matthías kom að stofnun WOW air og var einn af eigendum þess í upphafi og líka framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins. Túristi hefur sent fyrirspurn á þingflokksformenn allra þeirra flokka sem sæti eiga á þingi og spurt hvort þeir telji þessi tengsl Matthíasar við WOW air vera óheppileg. Sérstaklega nú í ljósi mögulegrar skuldar WOW við Isavia. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í svari sínu að hann telji að svo sé. „Ég tel að betur færi á því að stjórnarmenn Isavia hafi ekki slík tengsl við flugfélögin, burtséð frá hugsanlegri fyrirgreiðslu,“ segir Guðmundur Andri.

Samfylkingin á ekki fulltrúa í stjórn Isavia en það á hins vegar Miðflokkurinn. „Já, ég tel þessi tengsl mjög óheppileg og spurning hvort viðkomandi hafi beitt sér sérstaklega fyrir þetta fyrirtæki,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson frá Miðflokknum. „Hefur viðkomandi líst sig vanhæfan? Er verklagsreglum fylgt?“ spyr Gunnar Bragi jafnframt. Ólafur Ísleifsson, Flokki fólksins, segir að ef varaformaður stjórnar Isavia hafi tengsl við málsaðila þá hljóti á fundum að eiga við almennar vanhæfisreglur sem girða fyrir þátttöku í ákvörðunum þegar svo ber undir.

Þarf meira til að valda vanhæfi

Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, segir enga ástæðu til að ætla að einhver atriði varðandi stjórn Isavia fari í bága við lög og reglur. „Ekkert sem komið hefur fram opinberlega gefur mér tilefni til að draga einhverjar ályktanir um slíkt. Það að stjórnarmaður hafi á árum áður unnið fyrir flugfélag veldur t.d. ekki sjálfkrafa vanhæfi. Þar þarf meira til að koma. Ef fram koma nýjar upplýsingar um að einhver tiltekin mál séu ekki í lagi að þessu leyti hjá Isavia þarf auðvitað að fjalla um það og taka afstöðu til þeirra álitamála á réttum vettvangi,“ segir Birgir. Hér ber að árétta að Matthías starfaði ekki aðeins hjá WOW air því hann var jafnframt einn af eigendum flugfélagsins.

Stjórnarflokkarnir þrír mynda meirihluta í stjórn Isavia og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks VG, vísar í svari sínu á almenn lög og og reglur um stjórnarsetu líkt og Birgir. „Ég veit ekki annað en að þeim sé fylgt í þessu tilviki. Hvað snertir tengsl viðkomandi nú hef ég ekki hugmynd um, en tel ekki að það skapi sjálfkrafa vanhæfi að hafa átt eitthvað í félaginu áður,“ segir Bjarkey.

Þess má geta að Túristi hefur lagt þá spurningu fyrir Matthías Imsland hvort hann víki af fundum þegar málefni WOW air eru rædd í stjórn Isavia. Ekki hefur borist svar en því verður gerð skil þegar það berst. Sömu sögu er að segja af svörum þingflokksformanns Framsóknar.

Athuga hvort takmarka ætti aukastörf forráðamanna í ríkisgeiranum

Sem fyrr segir er Matthías fulltrúi Framsóknar í stjórn Isavia á meðan Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspóst, situr í stjórninni í umboði Sjálfstæðisflokksins. Ingimundur er jafnframt formaður stjórnarinnar en í síðustu viku veitti ríkissjóður Íslandspósti 500 milljón króna lán til að styrkja lausafjárstöðu fyrirtækisins. Af þeim sökum spurði Túristi fulltrúa þingflokkanna jafnframt hvort þeir teldu Ingimund geta sinnt stjórnarformennsku í einu stærsta fyrirtæki landsins á sama tíma og staða Íslandspósts, sem hann veitir forstöðu, er jafn erfið og raun ber vitni. Birgir Ármannsson frá Sjálfstæðisflokki segist ekki í vafa um að Ingimundur geti sinnt báðum þessum verkefnum. „Ég hef enga ástæðu til annars en að bera fullt traust til stjórnarformanns Isavia,“ segir Birgir en þess má geta að sonur Ingimundar er framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna.

Gunnar Bragi setur hins vegar spurningamerki við stöðu Ingimundar. „Það getur verið að unnt sé að sinna þessu hvoru tveggja en ljóst að rekstur Íslandspósts hefur verið slæmur og því eðlilegt að spyrja hvort hann þurfi meiri athygli eða fyrirtækið nýja stjórnendur.“ Aðspurður um stöðu Ingimundar segir Ólafur Ísleifsson að málið blasi þannig við að kannski væri vert að athuga hvort rétt væri að takmarka möguleika forráðamanna í ríkisgeiranum til að taka að sér viðamikil aukastörf.

Túristi hefur jafnframt sent fyrirspurn til Ingimundar en ekki hefur fengist svar.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …