Telur sig ekki þurfa að víkja af stjórn­ar­fundum Isavia

Matthías Imsland er varaformaður stjórnar Isavia og jafnframt einn af stofnendum WOW air. Hann segist enga hagsmuni hafa fyrirtækinu í dag.

Stofnendur WOW air: Baldur Oddur Baldursson, Matthías Imsland og Skúli Mogensen. Mynd: WOW air

Þegar WOW air tók til starfa fyrir nærri sjö árum síðan þá var félagið í meiri­hluta­eigu Skúla Mogensen en aðrir hlut­hafar voru Baldur Oddur Bald­ursson og Matthías Imsland. Meðeig­endur Skúla sinntu jafn­framt fram­kvæmda­stjóra­stöðum hjá WOW air en þeir létu svo af störfum árið 2012. Í dag er Matthías Imsland vara­formaður stjórnar Isavia og í ljósi frétta Morg­un­blaðsins af skulda­söfnun WOW hjá Isavia þá leitaði Túristi viðbragða formanna þing­flokk­anna á stöðu Matth­íasar.

Guðmundur Andri Thorsson, þing­maður Samfylk­ing­ar­innar, sagði í svari sínu að hann teldi að betur færi á því að stjórn­ar­menn Isavia hafi ekki slík tengsl við flug­fé­lögin, burtséð frá hugs­an­legri fyrir­greiðslu. [É]g tel þessi tengsl mjög óheppileg og spurning hvort viðkom­andi hafi beitt sér sérstak­lega fyrir þetta fyrir­tæki,” sagði í svari Gunnars Braga Sveins­sonar frá Miðflokknum. „Hefur viðkom­andi líst sig vanhæfan? Er verklags­reglum fylgt?” bætti Gunnar Bragi við. Ólafur Ísleifsson, Flokki fólksins, segir að ef vara­formaður stjórnar Isavia hafi tengsl við máls­aðila þá hljóti á fundum að eiga við almennar vanhæfis­reglur sem girða fyrir þátt­töku í ákvörð­unum þegar svo ber undir.

Aðspurður um hvort hann víki af stjórn­ar­fundum Isavia þegar málefni WOW air ber á góma þá segir Matthías, í svari til Túrista, að hann telji sig ekki þurfa þess. „Í störfum mínum sem stjórn­ar­maður Isavia hef ég ávallt haft hags­muni Isavia að leið­ar­ljósi í allri minni vinnu. Ég hætti öllum afskiptum af WOW fyrir 6 árum síðan og hef síðan þá ekki haft neina hags­muni af því fyrir­tækinu og tel mig því ekki þurfa að víkja af fundum þegar málfefni þess félags eru til umræðu frekar en annarra flug­fé­laga.“​

Matthías er situr í umboði Fram­sókn­ar­flokksins í stjórn Isavia. „Matthías er full­trúi okkar vegna þekk­ingar hans, reynslu og kunn­áttu í þessum mála­flokki. Tengsl hans við WOW þekki ég ekki,” segir í svari Þórunnar Egils­dóttur, þing­flokks­for­manns Fram­sóknar, um stöðu Matth­íasar.

Þess ber þó að geta að Skúli Mogensen hefur vísað á bug frétt Morg­un­blaðsins og segir flug­fé­lagið aldrei hafa skuldað rúma 2 millj­arða. Í frétt Morg­un­blaðsins var þó talað um skuld upp á “um 2 millj­arða”. Ekki fást skýrari svör um stöðu mála frá WOW eða Isavia þar sem upplýs­inga­full­trúar fyrir­tækj­anna segjast ekki tjá sig um svona mál.

Matthías á líka sæti í stjórn Fríhafn­ar­innar, dótt­ur­fyr­ir­tækis Isavia, og þiggur hann um 3,8 millj­ónir á ári fyrir stjórn­ar­setu í fyrir­tækj­unum tveimur.