Samfélagsmiðlar

Telur sig ekki þurfa að víkja af stjórnarfundum Isavia

Matthías Imsland er varaformaður stjórnar Isavia og jafnframt einn af stofnendum WOW air. Hann segist enga hagsmuni hafa fyrirtækinu í dag.

Stofnendur WOW air: Baldur Oddur Baldursson, Matthías Imsland og Skúli Mogensen.

Þegar WOW air tók til starfa fyrir nærri sjö árum síðan þá var félagið í meirihlutaeigu Skúla Mogensen en aðrir hluthafar voru Baldur Oddur Baldursson og Matthías Imsland. Meðeigendur Skúla sinntu jafnframt framkvæmdastjórastöðum hjá WOW air en þeir létu svo af störfum árið 2012. Í dag er Matthías Imsland varaformaður stjórnar Isavia og í ljósi frétta Morgunblaðsins af skuldasöfnun WOW hjá Isavia þá leitaði Túristi viðbragða formanna þingflokkanna á stöðu Matthíasar.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í svari sínu að hann teldi að betur færi á því að stjórnarmenn Isavia hafi ekki slík tengsl við flugfélögin, burtséð frá hugsanlegri fyrirgreiðslu. [É]g tel þessi tengsl mjög óheppileg og spurning hvort viðkomandi hafi beitt sér sérstaklega fyrir þetta fyrirtæki,” sagði í svari Gunnars Braga Sveinssonar frá Miðflokknum. „Hefur viðkomandi líst sig vanhæfan? Er verklagsreglum fylgt?” bætti Gunnar Bragi við. Ólafur Ísleifsson, Flokki fólksins, segir að ef varaformaður stjórnar Isavia hafi tengsl við málsaðila þá hljóti á fundum að eiga við almennar vanhæfisreglur sem girða fyrir þátttöku í ákvörðunum þegar svo ber undir.

Aðspurður um hvort hann víki af stjórnarfundum Isavia þegar málefni WOW air ber á góma þá segir Matthías, í svari til Túrista, að hann telji sig ekki þurfa þess. „Í störfum mínum sem stjórnarmaður Isavia hef ég ávallt haft hagsmuni Isavia að leiðarljósi í allri minni vinnu. Ég hætti öllum afskiptum af WOW fyrir 6 árum síðan og hef síðan þá ekki haft neina hagsmuni af því fyrirtækinu og tel mig því ekki þurfa að víkja af fundum þegar málfefni þess félags eru til umræðu frekar en annarra flugfélaga.“​

Matthías er situr í umboði Framsóknarflokksins í stjórn Isavia. „Matthías er fulltrúi okkar vegna þekkingar hans, reynslu og kunnáttu í þessum málaflokki. Tengsl hans við WOW þekki ég ekki,“ segir í svari Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar, um stöðu Matthíasar.

Þess ber þó að geta að Skúli Mogensen hefur vísað á bug frétt Morgunblaðsins og segir flugfélagið aldrei hafa skuldað rúma 2 milljarða. Í frétt Morgunblaðsins var þó talað um skuld upp á „um 2 milljarða“. Ekki fást skýrari svör um stöðu mála frá WOW eða Isavia þar sem upplýsingafulltrúar fyrirtækjanna segjast ekki tjá sig um svona mál.

Matthías á líka sæti í stjórn Fríhafnarinnar, dótturfyrirtækis Isavia, og þiggur hann um 3,8 milljónir á ári fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjunum tveimur.

 

 

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …