5 bestu ferðamannaborgir Kanada

Leiðin frá Íslandi til þriggja af borgunum fimm er greið allt árið um kring.

kanada fani
Mynd: Unsplash

Kanada var áfangastaður ársins í fyrra hjá bandaríska ferðaritinu Travel+Leisure. Og næsta víst að ferðaþjónusta landsins á töluvert inni ef markað má lofsamlega umfjöllun um kanadíska ferðamannastaði síðustu misseri í erlendu ferðapressunni.

Fyrir okkur Íslendinga þá er samgöngurnar til Kanada frá Keflavíkurflugvelli mjög góðar. Allt árið um kring fljúga þotur Icelandair og WOW þangað og yfir sumarmánuðina býður Air Canada upp á Íslandsflug frá bæði Montreal og Toronto í samkeppni við íslensku flugfélögin bæði.

Þær tvær borgir komast á lista Travel+Leisure yfir þær kanadísku borgir sem eru mest spennandi fyrir ferðafólk. Á toppi listans er hins vegar Quebec City en þangað er ekki flogið frá Íslandi og ekki heldur til Victoria sem er í þriðja sæti. Sú borg er þó ekki ýkja langt frá Seattle í Bandaríkjunum og Vancouver en til þessara tveggja borga flýgur Icelandair allt árið um kring.

Bestu ferðamannaborgir Kanada að mati Travel+Leisure:

  1. Quebec City
  2. Vancouver
  3. Victoria
  4. Montreal
  5. Toronto