Samfélagsmiðlar

Frá Icelandair til Íslandsstofu

Íslandsstofa stendur á tímamótum segir stjórnarformaður stofnunarinnar og í gær var tilkynnt um ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

Pétur Þ. Óskarsson nýr framkvæmdastjóri Íslandstofu. Eitt af hlutverkum stofnunarinnar er að laða erlenda ferðamenn til landsins.

Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Icelandair Group, mun taka við stjórn Íslandsstofu af Jóni Ásbergssyni. Í tilkynningu kemur fram að Pétur hafi verið valinn úr hópi 44 umsækjenda. Áður en Pétur hóf störf hjá Icelandair hafði hann m.a. borið ábyrgð á samskiptamálum Símans, Framtakssjóðs Íslands, Skipta og Íslandsbanka. Hann var viðskiptafulltrúi Íslands í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 2000-2005 þar sem hann var meðal annars annar framkvæmdastjóra Iceland Naturally verkefnisins, samstarfsverkefni íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja um kynningu á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu. Á undanförnum árum hefur hann setið í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja og samtaka, m.a. Samtaka atvinnulífsins, Samtaka ferðaþjónustunnar og Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins. Pétur er með BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Fordham-háskóla í New York.

„Íslandsstofa stendur á tímamótum en ný lög um starfsemi hennar tóku gildi í september þar sem Íslandsstofu var breytt í sjálfseignarstofnun. Framundan eru umfangsmikil og krefjandi verkefni, ekki síst langtímastefnumótun um markaðssetningu og útflutning á íslenskum vörum, þjónustu og menningu. Stjórn Íslandsstofu stóð frammi fyrir erfiðu vali þar sem hópur einstaklega hæfra einstaklinga gaf kost á sér til að leiða þetta verkefni. Við fögnum því að hafa fengið Pétur Þ. Óskarsson í forystu Íslandsstofu. Yfirgripsmikil reynsla hans og fyrri störf úr utanríkisþjónustunni og atvinnulífinu, jafnt hér á landi sem erlendis, munu nýtast vel við verkefnin framundan. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka fráfarandi framkvæmdastjóra, Jóni Ásbergssyni, fyrir hans framúrskarandi starf í þágu íslensks atvinnulífs um árabil, “ segir Björgólfur Jóhannsson, formaður stjórnar Íslandsstofu, í tilkynningu..

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur fyrirtækja, hagsmunasamtaka, stofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til að efla ímynd og orðspor Ísland. Hlutverk hennar að veita alhliða þjónustu og ráðgjöf til að greiða fyrir útflutningi vöru og þjónustu, laða til landsins erlenda ferðamenn og fjárfestingu með samræmdu kynningar- og markaðsstarfi og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um fjárfestingarmál.

Íslandsstofa styður við kynningu á íslenskri menningu, vörum og þjónustu erlendis og vinnur tillögur að langtímastefnumótun atvinnulífs, hagsmunasamtaka og stjórnvalda og hrindir þeirri stefnumótun í framkvæmd.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …