Samfélagsmiðlar

Fyrsta íslenska hótelið vottað af Green Globe

Hótel Eyja er komin í flokk með hinum Guldsmeden hótelunum sem öll hafa uppfyllt kröfur Green Globe sem snúa að umhverfisvernd og samfélagsmálum.

Eitt af hinum 65 herbergjum á Hótel Eyju.

Við Brautarholt í Reykjavík er Hótel Eyja til húsa og er það rekið í anda dönsku hótelkeðjunnar Guldsmeden þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni og umhverfismál.  Gististaðir Guldsmeden í Kaupmannahöfn, Árósum og Ósló hafa allir fengið vottun umhverfissamtakanna Green Globe og nýverið bættist Hótel Eyja í þann hóp.

Í tilkynningu segir að tekist hafi að draga úr kolefnisfótspori hótelsins og koma á fót viðvarandi markmiðum hvað varðar náttúruvernd og samfélagslegan stuðning. Einnig að sýna fram á nýsköpun sem aukið hefur þjónustu og þæginda gesta og starfsfólks. „Ég trúi því fastlega að það sé á okkar ábyrgð að styðja við og vernda samfélag okkar og náttúru. Við notumst við sjálfbæra viðskiptahætti sem hafa góð áhrif á samfélagið og umhverfið en skila sér líka út í hagkerfið,“ segir Linda Jóhannsdóttir sem rekur hótelið ásamt eiginmanni sínum Ellerti Finnbogasyni. „Margir hótelgestir kjósa frekar að gista á „grænum“ hótelum, þar sem þá geta þeir verið vissir um að þeir séu að leggja sitt af mörkum til að vernda umhverfið. Um 87% ferðamanna segja að vistvænar starfsvenjur séu mikilvægur þáttur í vali þeirra á gistiplássum og ferðamáta skv. Nýlegri könnun Booking.com sem er mikill vöxtur frá fyrri könnunum. Umhverfis viðurkenningar á borð við Green Globe gera okkur kleift að beina þessum umhverfismeðvituðu gestum í átt að hótelinu okkar,“ bætir Linda við.

Sendlahjól og vistvænir birgjar

Á Hótel Eyju er lögð áhersla á vistvæna ábyrgð og lífræna fæðu úr nærumhverfinu. „Hráefnin sem við notumst við koma að mestu leyti úr nærumhverfi okkar, og eru send einu sinni í viku með bíl eða reiðhjóli til að draga úr kolefnisspori hótelsins. Við höfum yfir að ráða sendlahjóli sem er nýtt fyrir minni verslunarferðir, svo sem þegar þarf að kaupa brauð eða sætabrauð—sem allt er framleitt á lífrænan máta. Við kaupum nánast eingöngu frá viðurkenndum vistvænum birgjum sem beita sanngjörnum viðskiptaháttum, og kjósum heldur að draga úr þjónustu en að brjóta í bága við stefnur okkar. Frekar en að nota bíl þá hvetjum gesti til að ganga eða nýta sér hótelhjólin sem við bjóðum upp á, en það gefur þeim færi á að anda að sér hreinu og fersku íslensku lofti. Að sjálfsögðu skal líka allt drykkjarvatn koma beint úr krananum, þar sem Ísland býður upp á einstaklega hreint og tært vatn sem hægt er að drekka um allt land að kostnaðarlausu,“ segir Linda.

Áformað er að opna annað 52 her­bergja hót­el á Lauga­vegi 55, Von Guldsmeden næsta sum­ar. Þar verða þrjú versl­un­ar­rými á jarðhæð og veit­inga­hús í kjall­ara. Hjón­in Linda Jó­hanns­dótt­ir og Ell­ert Finn­boga­son munu eiga og reka hót­elið sem verður und­ir merkj­um dönsku keðjunn­ar Gulds­meden og rekið á sömu gildum.

 

 

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …