Samfélagsmiðlar

Fyrsta íslenska hótelið vottað af Green Globe

Hótel Eyja er komin í flokk með hinum Guldsmeden hótelunum sem öll hafa uppfyllt kröfur Green Globe sem snúa að umhverfisvernd og samfélagsmálum.

Eitt af hinum 65 herbergjum á Hótel Eyju.

Við Brautarholt í Reykjavík er Hótel Eyja til húsa og er það rekið í anda dönsku hótelkeðjunnar Guldsmeden þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni og umhverfismál.  Gististaðir Guldsmeden í Kaupmannahöfn, Árósum og Ósló hafa allir fengið vottun umhverfissamtakanna Green Globe og nýverið bættist Hótel Eyja í þann hóp.

Í tilkynningu segir að tekist hafi að draga úr kolefnisfótspori hótelsins og koma á fót viðvarandi markmiðum hvað varðar náttúruvernd og samfélagslegan stuðning. Einnig að sýna fram á nýsköpun sem aukið hefur þjónustu og þæginda gesta og starfsfólks. „Ég trúi því fastlega að það sé á okkar ábyrgð að styðja við og vernda samfélag okkar og náttúru. Við notumst við sjálfbæra viðskiptahætti sem hafa góð áhrif á samfélagið og umhverfið en skila sér líka út í hagkerfið,“ segir Linda Jóhannsdóttir sem rekur hótelið ásamt eiginmanni sínum Ellerti Finnbogasyni. „Margir hótelgestir kjósa frekar að gista á „grænum“ hótelum, þar sem þá geta þeir verið vissir um að þeir séu að leggja sitt af mörkum til að vernda umhverfið. Um 87% ferðamanna segja að vistvænar starfsvenjur séu mikilvægur þáttur í vali þeirra á gistiplássum og ferðamáta skv. Nýlegri könnun Booking.com sem er mikill vöxtur frá fyrri könnunum. Umhverfis viðurkenningar á borð við Green Globe gera okkur kleift að beina þessum umhverfismeðvituðu gestum í átt að hótelinu okkar,“ bætir Linda við.

Sendlahjól og vistvænir birgjar

Á Hótel Eyju er lögð áhersla á vistvæna ábyrgð og lífræna fæðu úr nærumhverfinu. „Hráefnin sem við notumst við koma að mestu leyti úr nærumhverfi okkar, og eru send einu sinni í viku með bíl eða reiðhjóli til að draga úr kolefnisspori hótelsins. Við höfum yfir að ráða sendlahjóli sem er nýtt fyrir minni verslunarferðir, svo sem þegar þarf að kaupa brauð eða sætabrauð—sem allt er framleitt á lífrænan máta. Við kaupum nánast eingöngu frá viðurkenndum vistvænum birgjum sem beita sanngjörnum viðskiptaháttum, og kjósum heldur að draga úr þjónustu en að brjóta í bága við stefnur okkar. Frekar en að nota bíl þá hvetjum gesti til að ganga eða nýta sér hótelhjólin sem við bjóðum upp á, en það gefur þeim færi á að anda að sér hreinu og fersku íslensku lofti. Að sjálfsögðu skal líka allt drykkjarvatn koma beint úr krananum, þar sem Ísland býður upp á einstaklega hreint og tært vatn sem hægt er að drekka um allt land að kostnaðarlausu,“ segir Linda.

Áformað er að opna annað 52 her­bergja hót­el á Lauga­vegi 55, Von Guldsmeden næsta sum­ar. Þar verða þrjú versl­un­ar­rými á jarðhæð og veit­inga­hús í kjall­ara. Hjón­in Linda Jó­hanns­dótt­ir og Ell­ert Finn­boga­son munu eiga og reka hót­elið sem verður und­ir merkj­um dönsku keðjunn­ar Gulds­meden og rekið á sömu gildum.

 

 

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …