Geta boðið betri kjör á framandi áfangastaði

Með tilkomu fleiri erlendra flugfélaga hafa opnast ný tækifæri segir forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Hún gerir ráð fyrir áframhaldandi ferðagleði Íslendinga.

Myndir: Úrval-Útsýn

Það sem af er ári hafa álíka margir íslenskir farþegar flogið út í heim frá Keflavíkurflugvelli og allt árið 2016. Ferðagleði landans það ár mældist hins vegar sú næst mesta hingað til og það er stefnir í met í utanlandsferðum Íslendinga í ár. Þessi þróun endurspeglast í sífellt betra úrvali hjá ferðaskrifstofunum og Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, segir margar nýjungar á dagskrá ferðaskrifstofanna sem fyrirtækinu tilheyra, þar á meðal Úrval-Útsýn.

Öfugt við hinar stærstu ferðaskrifstofur landsins þá hafið þið ekki verið systurfélag flugfélags. Hverjir eru kostir og óskostirnir við það vera ekki bundin ákveðnu flugfélagi?
Þar sem við erum ferðaskrifstofa sem hefur það hlutverk að þjónusta sína viðskiptavini sem best á hverjum tíma er mikilvægt fyrir okkur að vera hlutlaus og getað leiðbeint okkar viðskiptavinum með bestu leiðina og verð á hverjum tíma.
Fyrir reksturinn er þetta mikilvægt þar sem við erum á hverjum tíma að leitast við að ná sem bestu kjörum og þjónustu fyrir okkar viðskiptavini . Fyrir utan okkar eigin leiguflug í sólina eða borgarferðir þá getum við boðið okkar viðskiptavinum að bóka hjá öllum flugfélögum hvert sem þeir vilja fara á hverjum tíma. Það eru mikil þægindi og öryggi í því að láta ferðaskrifstofu eins og okkar sjá um að bóka flug og gistingu.

Hvaða áhrif gefur gjaldþrot Primera air á starfsemi ykkar?
Við höfum nýtt ferðir Primera air ásamt því að nota önnur flugfélög og að það hefur alltaf áhrif þegar flugfélag dettur út. Sérstaklega á svona litlum markaði sem Ísland er. Við höfum náð að leysa þau mál fyrir þá farþega okkar sem áttu bókað með Primera air á sem bestan hátt. Til lengri tíma þá jafnar þetta sig og aðrir koma í staðinn.

Úrvalið af ýmis konar sérferðum hefur aukist töluvert síðustu ár. Hvaða nýjungar eru á dagskrá vetrarins?
Með tilkomu erlendu flugfélaganna hafa opnast margir nýir áfangastaðir á betri kjörum en áður hefur sést. Við bjóðum til dæmis upp á ferðir til Namibíu, til Egyptalands og fleiri ferðir á nýja staði eru í bígerð fyrir næsta ári. Eins erum með beint flug til Marrakesh og Kúbu í haust með Icelandair. Siglingar eru líka mjög vinsælar og við erum með mikið úrval af þess háttar ferðum. Golfferðir á nýja staði eins og Dubai, Abu Dhabi og Egyptalands. Við erum stöðugt að bæta við nýjum ferðum einnig getum við sérsniðið ferðir fyrir fyrirtæki, hópa eða einstaklinga.

Íslendingar hafa bætt ferðamet sitt mánuð eftir mánuð síðustu misseri. Áttu von á áframhaldandi ferðagleði á næsta ári?
Já, ég á von á því á meðan við erum með þetta mikla framboð á ferðum til og frá Íslandi á góðum kjörum.