Samfélagsmiðlar

Geta boðið betri kjör á framandi áfangastaði

Með tilkomu fleiri erlendra flugfélaga hafa opnast ný tækifæri segir forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Hún gerir ráð fyrir áframhaldandi ferðagleði Íslendinga.

Það sem af er ári hafa álíka margir íslenskir farþegar flogið út í heim frá Keflavíkurflugvelli og allt árið 2016. Ferðagleði landans það ár mældist hins vegar sú næst mesta hingað til og það er stefnir í met í utanlandsferðum Íslendinga í ár. Þessi þróun endurspeglast í sífellt betra úrvali hjá ferðaskrifstofunum og Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, segir margar nýjungar á dagskrá ferðaskrifstofanna sem fyrirtækinu tilheyra, þar á meðal Úrval-Útsýn.

Öfugt við hinar stærstu ferðaskrifstofur landsins þá hafið þið ekki verið systurfélag flugfélags. Hverjir eru kostir og óskostirnir við það vera ekki bundin ákveðnu flugfélagi?
Þar sem við erum ferðaskrifstofa sem hefur það hlutverk að þjónusta sína viðskiptavini sem best á hverjum tíma er mikilvægt fyrir okkur að vera hlutlaus og getað leiðbeint okkar viðskiptavinum með bestu leiðina og verð á hverjum tíma.
Fyrir reksturinn er þetta mikilvægt þar sem við erum á hverjum tíma að leitast við að ná sem bestu kjörum og þjónustu fyrir okkar viðskiptavini . Fyrir utan okkar eigin leiguflug í sólina eða borgarferðir þá getum við boðið okkar viðskiptavinum að bóka hjá öllum flugfélögum hvert sem þeir vilja fara á hverjum tíma. Það eru mikil þægindi og öryggi í því að láta ferðaskrifstofu eins og okkar sjá um að bóka flug og gistingu.

Hvaða áhrif gefur gjaldþrot Primera air á starfsemi ykkar?
Við höfum nýtt ferðir Primera air ásamt því að nota önnur flugfélög og að það hefur alltaf áhrif þegar flugfélag dettur út. Sérstaklega á svona litlum markaði sem Ísland er. Við höfum náð að leysa þau mál fyrir þá farþega okkar sem áttu bókað með Primera air á sem bestan hátt. Til lengri tíma þá jafnar þetta sig og aðrir koma í staðinn.

Úrvalið af ýmis konar sérferðum hefur aukist töluvert síðustu ár. Hvaða nýjungar eru á dagskrá vetrarins?
Með tilkomu erlendu flugfélaganna hafa opnast margir nýir áfangastaðir á betri kjörum en áður hefur sést. Við bjóðum til dæmis upp á ferðir til Namibíu, til Egyptalands og fleiri ferðir á nýja staði eru í bígerð fyrir næsta ári. Eins erum með beint flug til Marrakesh og Kúbu í haust með Icelandair. Siglingar eru líka mjög vinsælar og við erum með mikið úrval af þess háttar ferðum. Golfferðir á nýja staði eins og Dubai, Abu Dhabi og Egyptalands. Við erum stöðugt að bæta við nýjum ferðum einnig getum við sérsniðið ferðir fyrir fyrirtæki, hópa eða einstaklinga.

Íslendingar hafa bætt ferðamet sitt mánuð eftir mánuð síðustu misseri. Áttu von á áframhaldandi ferðagleði á næsta ári?
Já, ég á von á því á meðan við erum með þetta mikla framboð á ferðum til og frá Íslandi á góðum kjörum.

 

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …