18 þúsund krónur fyrir helgarflug til Rómar

Nú verður í fyrsta sinn hægt að fljúga beint héðan til höfuðborgar Ítalíu yfir vetrarmánuðina. Af fargjöldunum að dæma þá er eftirspurnin takmörkuð fyrir þessari nýjung.

Séð yfir Vatíkanið í Róm. Mynd: Christopher Czermak / Unsplash

Íslendingar sem sett hafa stefnuna á Ítalíu hafa oftar en ekki þurft að fljúga þangað með viðkomu í öðru Evrópulandi. Framboðið á beinu flugi milli Íslands og Ítalíu hefur nefnilega takmarkast við sumarflug Icelandair og WOW air til Mílanó með örfáum undantekningum. Í vetur er útlitið miklu betra því þotur WOW munu fljúga til Mílanó í allan vetur og Norwegian mun fljúga héðan til Rómar.

Þotur Norwegian leggja í hann frá Keflavíkurflugvelli rétt fyrir hádegi á fimmtudögum og sunnudögum og lenda í ítölsku höfuðborginni seinni partinn. Það er þó ókostur að brottförin frá Róm er í morgunsárið og því þarf að koma sér snemma út á Leonardo di Vinci flugvöllinn. Og það er morgunljóst að þeir sem láta tímasetninguna á heimferðinni ekki aftra sig frá för til Rómar geta komist þangað fyrir lítið. Flugmiðarnir, aðra leiðina, kostar frá 70 evrum (um. 9200 kr.) og fjöldamargar heimferðir á sama verði. Það er því hægt að fljúga til Ítalíu og aftur heim til Íslands á fimmtudegi og heim á sunnudegi fyrir rétt um 18.400 krónur. Hjá Norwegian þarf svo að borga fyrir innritaðan farangur.

Smelltu hér ef þú vilt bera saman tilboð á hótelum í Róm. Það er þó góð regla að skoða alltaf líka hvaða tilboð eru í boði á heimasíðu hótelsins sjálfs.