Samfélagsmiðlar

Icelandair birtir niðurstöður besta fjórðungs ársins

Í lok dags er von á tilkynningu frá Icelandair Group um afkomuna félagsins síðustu þrjá mánuði. Félagið hefur ekki ennþá varpað ljósi á áform sín á næsta ári.

Það hefur ríkt mikil spenna á íslenskum flugmarkaði síðustu mánuði eða allt frá því Icelandair tilkynnti um mitt sumar að tapið á fyrri helmingi ársins hefði numið 6,3 milljörðum og afkomuspá ársins var lækkuð. Á sama tíma komu forsvarsmenn WOW loks út með tölur síðasta árs sem sýndu að félagið hafði verið rekið með rúmlega 2,3 milljarða kr. tapi í fyrra. Á því ári voru skilyrði til flugrekstrar hins vegar mun hagfelldari en þau eru nú og þá skilaði Icelandair til að mynda hagnaði upp á 3,9 milljarða kr.

Í lok sumars hófst svo skuldabréfa útboð WOW air og segja má að þjóðin hafi fylgst náið með gangi mála enda fór útboðið eiginlega fram fyrir opnum tjöldum. Niðurstaðan af útboðinu var sú að félagið náði lægri mörkum þeirrar fjármögnunar sem stefnt var að eða um 50 milljónum evra sem jafngildir um 6,4 milljörðum króna. Auk þess stóð til að selja bréf aukalega fyrir fimmtung af þeirri upphæð en ekki fást svör við því hvort það hafi gengið eftir.

Í kynningu á fyrrnefndri útboðskynningu WOW air var gert ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins á þriðja fjórðungi þessa árs og miðað við yfirlýsingar má gera ráð fyrir að niðurstaðan verði birt opinberlega á næstunni. Þessi ársfjórðungur er jafnframt sá besti í rekstri evrópskra flugfélaga enda nær hann yfir stærsta hluta sumarsins. Í dag kemur í ljós hvernig stjórnendum Icelandair tókst til í sumar því þá verður birt kauphallartilkyning um afkomuna á þessum þriðja fjórðungi ársins.

Beðið eftir áætlun næsta árs

Á haustin hafa forsvarsmenn Icelandair haft þann háttinn á að birta upplýsingar um flugáætlun komandi árs. Í fyrra kom þessi árlega tilkynning þann 13.október og árið á undan þann 3. október. Árin tvö þar á undan var hulunni svipt af áformum komandi árs strax í byrjun september en núna hefur hins vegar ekkert heyrst um hvernig framboð félagsins, í sætum talið, mun þróast á næsta ári. Félagið hefur þó boðað breytta flugtíma á Keflavíkurflugvelli því auk hefðbundinna brottfarartíma snemma morguns og síðdegis, verður frá og með maí 2019, boðið upp á flug til Evrópuborga um klukkan hálf ellefu að morgni og til Norður-Ameríkuborga um klukkan átta að kvöldi.

Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW air, gaf það hins vegar út í viðtali við RÚV í síðustu viku að flugáætlun félagsins gerði ráð fyrir 15 prósent framboðsaukningu á næsta ári.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …