Innanlandsflug frá Leifsstöð hafið á ný

Nú er hægt að fljúga beint milli höfuðstaðs Norðurlands og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug.

Mynd: Air Iceland Connect

Fyrsta áætlunarflug vetrarins milli Akureyrar og Keflavíkur á vegum Air Iceland Connect fór í gærmorgun frá Akureyri. Þar með geta Norðlendingar flogið til Keflavíkurflugvallar að morgni og þaðan út í heim. Á sama hátt geta ferðamenn komist beint út á land eftir komuna til landsins. Þess háttar tenging milli innanlands- og alþjóðaflugs er í boði á nánast öllum flugvöllum í löndunum í kringum okkur. Hér á landi þó ekki nema þegar Air Icelanda Connect hefur haldið úti áætlunarflugi milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar.

Í tilkynningu frá flugf´laginu kemur fram að ferðirnar verði í boði fjórum sinnum í viku. Frá Akureyri er flogið klukkan hálf fimm að morgni á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Brottför frá Keflavík er 17:15 þessa sömu daga nema þaðan er engin föstudagsbrottför en í staðinn er flogið þaðan á sunnudögum.

„Eftirspurn Íslendinga eftir þessu flugi hefur verið mikil en einnig verður eftir sem áður lögð áhersla á að ná til erlendra ferðamanna. Fjölgun þeirra á því tímabili sem þetta flug verður í boði hefur verið gífurleg og mikilvægt er fyrir eðlilega þróun ferðaþjónustunnar að þeir ferðist sem víðast um landið. Beint flug frá Keflavík gerir þeim það mun auðveldar en ella,“ segir í tilkynningu Air Iceland Connect.