Samfélagsmiðlar

Segja íslenskt fyrirtæki sitja á mikilvægum gögnum um Primera air

Það er ekki nóg með litlar eignir finnist í þrotabúi danska hluta Primera air. Skiptastjórarnir komast ekki yfir upplýsingar um rekstur flugfélagsins þar sem íslenskt fyritæki neitar að láta þær af hendi nema gömul skuld verði gerð upp.

Ein af þotum Primera air.

Þrotabú Primera air, flugfélags Andra Más Ingólfssonar, er á margan hátt óvenjulegt að mati skiptastjórans Henrik Sjørslev. Hann bendir á að nánast engar eignir hafi fundist, flugfélagið hafi ekki verið með neina stjórnendur í Danmörku og næstum engar viðskiptaupplýsingar eru fáanlegar. Síðastnefnda atriðið mun skrifast á stjórnendur íslensks upplýsingatæknifyrirtækis sem neita að veita aðgang að hýsingu Primera air fyrr en búið er að greiða gamla reikninga. Þetta kemur fram í frétt danska ferðamiðilsins Standby.

Þar segir jafnframt að þetta ónefnda íslenska fyrirtæki hafi þó einhverjar greiðslur fengið því nýverið sendi það flugvélaleigunum, sem áttu flugflota Primera air, upplýsingar sem nýttar voru til koma þotunum á ný í hendur eigendanna.

Flækjustigið í rekstri Primera air gerir svo verkefni dönsku bústjóranna ekki auðveldara. Primera air var nefnilega í eigu eins af móðurfélögum Andra Más Ingólfssonar sem skráð er hér á landi. Flugrekstrinum var hins vega deilt á milli dansks og lettnesks dótturfélags og í Lettlandi mun vinna við að greiða úr flækjunni skammt á veg komin.

Framkvæmdastjóri danska Primera air var Hrafn Þorgeirsson en stjórnin var skipuð þeim Andra, Sveini Ragnarssyni og Peder Hornshøj en sá er jafnframt framkvæmdastjóri dönsku ferðaskrifstofunnar Bravo Tours sem tilheyrir líka samstæðu Andra. Skiptastjóri Primera air segir ekki útilokað að gerði verði krafa á fyrrum stjórnendur flugfélagsins vegna gjörninga sem kunna að hafa verið gerðir þegar ljóst var að gjaldþrot væri óumflýjanlegt.  Forsenda fyrir þess háttar kröfu er að fá aðgang að fyrrnefndum gögnum frá Íslandi.

Þess má geta að Andri og Sveinn sátu jafnframt í stjórn Primera air á Íslandi ásamt Tómasi J. Gestssyni, framkvæmdastjóra, Heimsferða. En líkt og Túristi greindi frá, daginn fyrir gjaldþrot flugfélagsins, þá var það metið verðlaust í bókum móðurfélagsins PH Holding. Gera má ráð fyrir að tjón Isavia, vegna falls Primera air, nemi nokkrum tugum milljóna og samkvæmt tilkynningu frá Arion þá tapar bankinn allt að 1,8 milljarði á gjaldþrotinu.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …