Skoða afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu

Niðurstöður skýrslu um rekstur íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu verða kynntar á opnum fundi á fimmtudaginn.

Mynd: Island.is

Ferðamálastofa og KPMG bjóða til morgunfundar á fimmtudag þar sem kynnt verður afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2017 og fyrstu 6 mánuði ársins 2018. Fundurinn verður á skrifstofu KPMG í Borgartúni 27 hefst kl. 8:30 samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Ferðamálastofu.

Þar segir jafnframt að Alexander G. Eðvardsson, partner hjá KPMG mun fara yfir niðurstöður skýrslu um stöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtæjka. Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri stýrir fundinum en áhugasömum er bent á að skrá sig á fundinn.