Samfélagsmiðlar

Spyr um skuldir flugfélaga við Isavia

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, óskar eftir upplýsingum um þá áhættu sem Isavia tekur varðandi ógreidd farþega- og lendingagjöld á Keflavíkurflugvelli.

Farþegaþota tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli.

Þó Primera air hafi aðeins staðið undir um einni af hverjum hundrað brottförum frá Keflavíkurflugvelli þá má gera ráð fyrir að tjón Isavia, vegna gjaldþrot flugfélagsins, sem var í eigu Andra Más Ingólfssonar, nemi mörgum tugum milljóna króna. Tjónið af falli Airberlin í fyrra var líklega minna enda kyrrsettu stjórnendur Isavia þotu Airberlin á Keflavíkurflugvelli þangað til að skuldin var greidd. Gera má ráð fyrir að Airberlin hafi skuldað lendingagjöld víðar en hér á landi en flugvallaryfirvöld annars staðar virðast ekki telja sig hafa heimild til að kyrrsetja flugvélar líkt og gert er hér á landi. Isavia greip líka til þessa ráðs til að fá upp í ógreidda reikninga Iceland Express um árið. Ekki tókst þó stjórnendum Keflavíkurflugvallar að ná þotu Primera air áður en félagið fór í þrot í byrjun þessa mánaðar og situr Isavia þar með upp með fyrrnefnt tjón.

Skuldastaðan aftur til 2013

Hver ástæðan er fyrir því að flugfélög geta safnað upp það hárri skuld að kyrrsetja þarf þotur hefur ekki fengist svar við hjá Isavia. Í síðustu viku lagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hins vegar fram fyrirspurn til samgönguráðherra þar sem spurt er um gjaldtöku á Keflavíkurflugvelli líkt og Miðjan greindi frá. Óskar þingmaðurinn upplýsinga um hvaða reglur gilda í þeim tilvikum sem einstök flugfélög borga ekki þau gjöld sem þeir ber að greiða á flugvöllum landsins. Einnig er spurt hvort dráttarvextir séu reiknaðir, hvaða sektarúrræðum beitt og um jafnræði milli flugfélaga hvað þessi mál varðar. Samgönguráðherra er jafnframt beðinn um upplýsingar um skuldir einstakra flugfélaga allt frá árinu 2013 og hversu stór hluti skuldanna var kominn fram yfir gjalddaga.

Aðspurður um ástæður þessarar fyrirspurnar þá segir Jón Steindór, í svari til Túrista, að hún sé lögð fram vegna umræðu um erfiðleika í flugrekstri. „Nægir auðvitað að benda á gjaldþrot Primera, umræður um Norwegian og fleiri flugfélög. Íslensku flugfélögin hafa ekki verið undanskilin í þeirri umræðu. Isavia er fyrirtæki í opinberri eigu sem hefur mikil umsvif og á í miklum viðskiptum við tugi flugfélaga, eðli málsins samkvæmt. Það er nauðsynlegt að vita hvaða áhætta er tekin í þeim rekstri í samskiptum við flugfélög, hvaða reglur gilda og hvort jafnræðis er gætt milli flugfélaga,“ segir Jón Steindór

Hundruðir milljóna á mánuði

Líkt og Túristi greindi frá um daginn þá nema lendinga- og farþegagjöld Icelandair og WOW air á Keflavíkurflugvelli hundruðum milljóna í hverjum mánuði. Upphæðirnar eru því umtalsverðar og var fullyrt í frétt Morgunblaðsins í síðasta mánuði að skuld WOW við Isavia væri um tveir milljarðar króna. Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW, vísaði fréttinni samdægurs á bug og sagði í færslu á Facebook að flugfélagið skuldaði ekki yfir 2 milljarða. Eftir stendur þó vafinn hvort skuldin hafi verið undir tveimur milljarðum króna. Því hefur forsvarsfólk Isavia og WOW air ekki viljað svara. Ben Baldanza, fyrrum stjórnarmaður WOW, staðfesti þó við Túrista að hann þekkti til skuldar flugfélagsins við Keflavíkurflugvöll.

Samgönguráðherra gæti varpað ljósi á ógreidd gjöld á Keflavíkurflugvelli þegar hann svarar fyrrnefndri fyrirspurn þingmanns Viðreisnar. Sá flokkur á ekki fulltrúa í stjórn Isavia en í henni eiga sæti fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja ásamt fulltrúum Pírata og Miðflokksins.

Þó rekstur flugvalla sé jafnframt í höndum opinberra fyrirækja í löndunum í kringum okkur eru stjórnir þeirra fyrirtækja ekki skipaðar pólítískt líkt og gert er hér á landi. Þess má geta að Matthías Imsland, varaformaður stjórnar Isavia, er samflokksmaður samgönguráðherra og hann er einnig einn af stofnendum WOW air. Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna flokkanna á Alþingi um þau hagsmunatengsl, líkt og Túristi greindi frá, en Matthías telur sig þó ekki þurfa að víkja af stjórnarfundum þar sem málefni WOW eru til umræðu.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …