Samfélagsmiðlar

Telur forsvarsmenn Isavia þurfa að segja af sér

Hið umdeilda og háa gjald á rútustæðunum við Leifsstöð er ennþá á borði samkeppnisyfirvalda. Stjórnarformaður Gray Line telur það fullvíst að Isavia fái þunga sekt og að tekjur opinbera fyrirtækisins af gjaldtökunni hafi nú þegar skipt milljónum króna.

airportexpress

Þegar norskur rútubílstjóri sækir farþega á Óslóarflugvöll þá fær hann að keyra upp að anddyri flugstöðvarinnar og stoppa þar í korter. Fyrir þetta greiðir bílstjórinn upphæð sem jafngildir um 1200 íslenskum krónum. Ferðaþjónustufyrirtæki sem sækja erlenda ferðamenn út á Keflavíkurflugvöll þurfa hins vegar að láta rútur sínar bíða á stæði sem er nokkuð hundruð metra frá Leifsstöð. Þrátt fyrir fjarlægðina er bílastæðagjaldið þar allt að sextán sinnum hærra en beint fyrir framan norsku flugstöðina.

Íslenska gjaldið er nefnilega 7.900 til 19.900 krónur en það hefur reyndar ennþá ekki verið lagt á eins og til stóð 1. mars síðastliðinn. Þá átti að hefjast gjaldtaka á þessu rútustæði, sem meðal annars Strætó hefur nýtt, en vegna þeirrar gagnrýni sem hið háa gjald fékk þá var sett á aðlögunargjald fram til 1. september. Í millitíðinni felldi hins vegar Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaúrskurð og í kjölfarið var gjaldtakan stöðvuð tímabundið. Isavia kærði þá niðurstöðu en í vikunni birti áfrýjunarnefnd samkeppnismála sitt álit og þar segir að ekki skuli fella úr gildi fyrrnefnda bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

Kostnaðarsamur slagur

Það var ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line sem kærði málið á sínum tíma til samkeppnisyfirvalda og Þórir Garðarsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, er harðorður í garð rekstraraðila Keflavíkurflugvallar. „Ég tel enga spurningu að Isavia á eftir að fá þunga sekt fyrir þetta athæfi og klárt að forsvarsmenn fyrirtækisins verða að segja af sér fyrir að valda því tjóni og álitshnekki,“ segir Þórir. Hann segir kostnað vegna málarekstursins kominn í 4,5 milljónir króna auk þeirra vinnu sem starfsmenn Gray Line hafa lagt í málið. „Þetta er beint tjón okkar og alveg fáheyrt að einkafyrirtæki skuli þurfa að standa í kostnaðarsömum slag við gráðugt ríkisfyrirtæki sem virðist ekki hika við að brjóta lög í skjóli einokunarstöðu.“

Til viðbótar við kostnað við kærur og málarekstur þá þurfti Gray Line, líkt og önnur ferðaþjónustufyrirtæki, að greiða fyrir afnot af stæðinu umtalaða frá byrjun mars og fram á mitt sumar. Þórir telur að tekjur Isavia á því tímabili hafa numið milljónum króna og hefur Gray Line farið fram á endurgreiðslu á sínum hluta og einnig neitað að greiða þá reikninga sem voru ógreiddir, en ekki gjaldfallnir, þegar úrskurður Samkeppniseftirlitsins var stöðvaður. „Isavia var okkur ekki sammála og hefur krafist greiðslu á útgefnum reikningum og neitað að endurgreiða meinta ólöglega innheimtu frá 1. mars. Þar er málið statt í dag og búast má við að harka færist í það á næstunni.“

Boða sáttatillögur

Á miðvikudaginn sendi Isavia frá sér tilkynningu í kjölfar þess að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála var birtur. Þar er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Isavia, að fyrirtækið muni una þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar og vinna að því að ná sátt á meðan Samkeppniseftirlitið lýkur sinni málsmeðferð vegna gjaldtökunnar.“ Ekki er farið út í um hvað þær sáttatillögur snúast en Isavia túlkar niðurstöður eftirlitsins á þann veg að fyrirtækinu sé skylt að innheimta gjald. Þórir telur þetta vera ofúlkun og bendir á að í úrskurðinum standi aðeins að það sé á valdi Isavia að innheimta gjald í ljósi stöðunnar sem komin er upp.

Í því samhengi er vert að rifja upp að hina umdeildu gjaldtöku á rútustæðunum má rekja rúmt ár aftur í tímann þegar Isavia bauð út einkarétt á notkun stæðanna beint fyrir framan Leifsstöð. Þar buðu fyrirtækin Kynnisferðir og Hópbílar best og tekjur Isavia af þeim stæðum hafa hækkað verulega í framhaldinu. Verðið að farmiðunum sömuleiðis en líkt og Túristi fjallaði um í lok sumars þá eru vísbendingar um að framboð á sætaferðum sé of mikið. Rúturnar keyra því reglulega hálftómar eftir Reykjanesbrautinni.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …