Samfélagsmiðlar

Vantar 88 milljónir inn á bankareikning Primera air

Lögmennirnir þrír sem skipaðir voru bústjórar yfir þrotabúi Primera air Scandinavia segjast aðeins finna lítinn hlut af þeim eignum sem stjórnendur félagsins gáfu upp.

Þegar Primera air, flugfélag Andra Más Ingólfssonar, varð gjaldþrota um mánaðarmótin fengu bústjórar fyrirtækisins í Danmörku þær upplýsingar að inn á bankareikningi þess væru um 93 milljónir íslenskra króna (5,1 milljón danskar kr.). Ekki reyndist innistæða fyrir því þar sem aðeins hafa fundist 4,5 milljónir króna (250 þús. danskar kr.) inn á reikningum flugfélagsins.

Stjórnendur Primera air höfðu jafnframt sagt fyrirtækið eiga eignir upp á um 27 milljónir króna en það reyndist ekki heldur rétt. Aðeins fannst einn bíll og hefur hann nú verið seldur fyrir rétt um 2,7 milljónir samkvæmt frétt Jyllands Vestkysten. Þar er rætt við einn af þremur bústjórum Primera air og segir hann vinnu við uppgjör þrotabúsins vera nærri sjálfhætt þar sem engir peningar eru til.

Það vantar nefnilega ekki bara fé til að mæta öllum þeim kröfum sem gerðar hafa verið í búið heldur líka til að standa straum af vinnu bústjóranna. „Núna erum við í rauninni að vinna frítt og það eru ekki margir lögfræðingar til í þess háttar,“ segir Morten Hans Jakobsen bústjóri í viðtali við Jyllands Vestkysten.

Eins og áður hefur komið fram þá nema kröfurnar í þrotabú Primera air í Danmörku rúmum 16 milljörðum króna. Hver staðan er á þrotabúi Primera air í Lettlandi liggur ekki fyrir.

Sem fyrr segir var Primera air í eigu Andra Más Ingólfssonar og tilheyrði flugfélagið Primera Travel Group. Eftir gjaldþrotið færði Andri hins vegar eignarhaldið á ferðaskrifstofunum, sem tilheyrðu samstæðunni, frá íslensku móðurfélagi yfir í danskt dótturfélag.

Nýtt efni

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …