Vinningshafinn í Whistler ferðaleiknum

Einn heppinn lesandi Túrista er á leið í fría skíðaferð til Kanada í vetur.

Frá Whistler Blackcomb skíðasvæðinu. Mynd: GB ferðir

Nú er önnur skíðavertíð GB ferða að hefjast í Whistler Blackcomb svæðinu við Vancouver í Kanada. Af því tilefni efndi ferðaskrifstofan til ferðaleiks á síðum Túrista og í vinning var skíðaferð fyrir tvo til Whistler í vetur.

Samtals bárust vel á annað þúsund svör við getrauninni og það var nafn Bjarna Björnssonar sem kom upp úr pottinum. Túristi óskar honum góðrar ferðar til Whistler og þakkar öllum þeim sem tóku þátt. Á heimasíðu GB ferða má svo vinna upplýsingar um skíðaferðirnar sem í boði eru í vetur.