WOW dregur úr flugi til Miðvest­ur­ríkj­anna

Þotur íslenska flugfélagsins munu ekki taka stefnuna á St. Louis á nýju ári.

FRÁ ST. LOUIS Mynd: WOW air

Jómfrú­ar­ferð WOW air til St. Louis í miðvest­ur­hluta Banda­ríkj­anna vakti mikla athygli þar í borg í vor. Þetta var nefni­lega í fyrsta sinn í 15 ár sem íbúar borg­ar­innar gátu flogið beint úr heima­byggð til Evrópu. Flug­mála­yf­ir­völd og viðskiptaráð borg­ar­innar fagnaði samgöngu­bót­inni og hétu að veita WOW styrki upp á allt að 800 þúsund dollara, um 92 millj­ónir króna, ef flug­leið­inni yrði haldið úti í að minnsta kosti 2 ár, samkvæmt frétt St. Louis Post-Dispatch.

Nú er ljóst að ekki mun koma til greiðslu á þessum styrk því í tilkynn­ingu sem flug­mála­yf­ir­völd í St Louis birtu í gær segir að stjórn­endur WOW air hafi ákveðið að hætta flugi til borg­ar­innar strax eftir áramót. Í tilkynn­ing­unni segir að þetta séu vonbrigði í ljósi þess að eftir­spurnin eftir fluginu hafi verið mikil meðal íbúa borg­ar­innar og flug­leiðin hafi verið ein sú vinsæl­asta af þeim sem WOW heldur úti til Miðvest­ur­ríkj­anna. En auk áætl­un­ar­flugs til St. Louis þá fljúga þotur WOW til Chicago, Cleve­land, Detroit og Cinc­innati sem allar tilheyra þessum hluta Banda­ríkj­anna.

Af þessum borgum eru Chicago og Detroit þær einu sem eru hluti að vetr­aráætlun WOW. Ennþá er ekki hægt að bóka flug til Cinc­innati né Cleve­land næsta sumar en borg­irnar bættust báðar við leiða­kerfi WOW í ár.

Niður­felling á ferðum til St Louis er ekki fyrsta breyt­ingin sem WOW air gerir á áætlun sinni eftir að skulda­bréfa­út­boði félagsins lauk fyrir mánuði síðan. Áður hafði verið tilkynnt um vetr­arfrí á flugi til San Francisco, Stokk­hólms og Edin­borgar. Einnig hefur ferð­unum til Nýju-Delí verið fækkað og mun sú breyting skrifast á seinkun á afhend­ingu nýrra breið­þota frá Airbus.