Samfélagsmiðlar

Enn og aftur metár á Keflavíkurflugvelli

Uppfærðar tölur um farþegafjölda í nóvember og desember benda til að heildarfjöldinn um Keflavíkurflugvöll árið 2018 verði 9,8 milljónir farþega. Farþegaspá næsta árs verður birt þegar niðurstaða er komin í áform Icelandair og WOW air.

Fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur verið afar hröð á síðustu árum og samkvæmt nýrri farþegaspá fyrir þetta ár er útlit fyrir að farþegar sem fara um flugvöllinn í ár verði 9,8 milljónir. Það er ögn minni aukning en í þeirri spá sem kynnt var í nóvember 2017 og í uppfærðri spá frá því í vor. Aukningin verður samkvæmt þessu 5,4% í nóvember og 3% í desember frá fyrra ári. Fyrir árið í heild er aukningin 12,2% og byggist sú spá meðal annars á ákveðinni sætanýtingu og verða þær tölur staðfestar í lok árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Á þessum tíma árs þá hefur Isavia birt farþegaspá sína fyrir komandi ár. Vegna óvissu á flugmarkaði og kaupa Icelandir á WOW air þá verður ekki sami háttur hafður á að þessu sinni. „Samruninn seinkar því hvenær áreiðanleg gögn fást frá flugfélögunum og teljum við að spá fyrir 2019 verði tilbúin í byrjun næsta árs,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar. „Það sem einna helst skýrir minni aukningu í ár, miðað við fyrri spá, er að þegar spáin er unnin að hausti þá er alltaf minna vitað um hvernig síðasti ársfjórðungur muni þróast. Þá má gera ráð fyrir að gengi krónunnar hafi einhver áhrif en dýrara var að ferðast til Íslands í sumar en árin á undan.“

Fyrir stuttu var tilkynnt um níu milljónasta farþegann sem fór um Keflavíkurflugvöll á árinu. Sú tala tekur til komu-, brottfarar- og skiptifarþega og var í fyrsta sinn sem því takmarki hefur verið náð á Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …