Gjörólík tösku- og sætisgjöld hjá flugfélögunum

Sú tíð er liðin að innritaður farangur eða val á sætum fylgi ódýrustu fargjöldunum. Það er þó allur gangur á því hvernig flugfélögin verðleggja þjónustu sem áður þótti sjálfsagt að væri hluti af farmiðaverðinu. En þá var líka oft dýrara að fljúga á milli landa.

Sífellt fleiri ferðast bara með handfarangur enda kostar stundum álíka mikið að kaup Mynd: Briana Tozour / Unsplash

Það er óhætt að fullyrða að það hefur verið óvenju ódýrt að fljúga til og frá Íslandi síðustu misseri og fargjöld vetrarins eru oft á tíðum mjög lág. Þeir sem vilja hins vegar taka með sér hefðbundna ferðatösku og velja sér ákveðið sæti um borð þurfa þó oft að borga töluvert meira. Ástæðan er sú að nú rukka flest flugfélög aukalega fyrir farangur og val á sætum og skiptir þá engu hvort um er að ræða lágfargjaldaflugfélag eða hefðbundið.

Forsvarsfólk flugfélaganna hefur þó farið ólíkar leiðir við að verðlagningunni. Í sumum tilfellum er ekki hægt að bæta tösku við ódýrasta farmiðann og á það til að mynda við hjá British Airways og Delta. Hjá Icelandair borgar sig aldrei að kaupa lægsta fargjaldið og greiða aukalega fyrir tösku því gjaldið fyrir hana virðist alltaf vera hærra en sem nemur mismuninum á ódýrasta og næstódýrasta farmiðanum. Það gæti þó komið betur út fyrir vísitölufjölskylduna að kaupa hina svokölluðu Economy Light farmiða og bæta við 2 töskum í stað þess að kaupa miða með farangri og vali á sætum fyrir alla.

Hjá easyJet og Wizz ræðst verðskráin af eftirspurn og það er dýrara að taka með sér tösku til Kaliforníu en til Kaupmannahafnar ef flogið er með íslensku flugfélögunum og um borð hjá þeim borgar meira fyrir sæti uppáhaldssætið ef þú ert á leiðinni til Denver en til Dublin. Þegar Icelandair setti fyrst á markað fargjöld án farangursheimildar þá gátu farþegar valið sér sæti sér á kostnaðarlausu. Það geta þeir ennþá en þó með takmörkunum því nú er kominn verðmiði á vinsælustu sætin.

Hér fyrir neðan er listi yfir aukagjöldin hjá flugfélögunum sem fljúga til og frá landinu í vetur en eins og ofan er rakið þá er verðsamanburður ekki einfaldur í ljósi þess hve ólíkar verðskrárnar eru. Hér má svo sjá hvaða flugfélög fljúga hvert í vetur.