Hættir sem framkvæmdastjóri hjá WOW

Sigurður Magnús hefur farið fyrir flugrekstrarmálum WOW air í rúm þrjú ár.

Sigurður Magnús Sigurðsson hættir hjá WOW og hefur störf að nýju hjá Atlanta. Myndir: WOW air

Sig­urður Magnús Sig­urðsson sem verið hefur framkvæmdastjóri flugrekstr­ar­sviðs WOW air mun láta af störfum hjá flugfélaginu. Hann var ráðinn til WOW í lok sumars 2015 og hafði þá gegnt stöðu flugrekstrarstjóra hjá flugfélaginu Atlanta um árabil. Sigurður mun vera á leið á ný Atlanta samkvæmt heimildum Túrista.

Framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW er jafnframt ábyrgur fyrir flugrekstrarleyfi flugfélagsins og samkvæmt upplýsingum frá WOW þá mun Sigurður áfram sinna starfi sínu hjá WOW þar til að eftirmaður hans er fundinn. Er gert ráð fyrir að það taki nokkrar vikur að ráða í starfið en það verður auglýst á næstu dögum, bæði innanlands sem utan.