Helgarflugið til Rómar er ódýrt

Nú í vetur verður í fyrsta sinn flogið beint hingað frá höfuðborg Ítalíu og það er ekki dýrt að nýta sér þessar samgöngur.

Frá Rómarborg. Mynd: Christopher Czermak / Unsplash

Þó Ítalir séu nokkuð fjölmennir í hópi ferðamanna hér á landi og áhugi Íslendinga á ferðlögum um Ítalíu sé vafalítið mikill þá er framboð á beinu flugi milli landanna tveggja lítið. Síðustu tvö ár hefur flugið takmarkast við sumarflug íslensku flugfélaganna til Mílanó og ferðir Primera air til Trieste. Auk þess hafa ferðaskrifstofurnar Vita og Úrval-Útsýn sameinast um skíðaflug til Verona.

Í veur verður samgöngurnar hins vegar með allt öðrum hætti því þotur WOW fljúga nú allt árið um kring til Mílanó og Norwegian mun bjóða upp á tvær ferðir í viku milli Rómar og Keflavíkurflugvallar. Af fargjöldunum að dæma þá er eftirspurnin eftir þessari nýjung ekki ýkja mikil því hægt er að fá flugmiða, aðra leiðina, á aðeins um 70 evrur sem jafngildir rétt um 10 þúsund krónum. Þetta lága fargjald með Norwegian takmarkast ekki við örfáar dagsetningar og því hægt að komast héðan til Rómar og heim aftur fyrir tæpar 20 þúsund krónur næstu helgar.

Smelltu hér ef þú vilt bera saman tilboð á hótelum í Róm. Það er þó góð regla að skoða alltaf líka hvaða tilboð eru í boði á heimasíðu hótelsins sjálfs.