Helmingur flugmanna nálgast eftirlaunaaldur

Um sjö hundruð flugmenn SAS munu láta af störfum fyrir aldurs sakir á næstu 10 árum. Það mun hafa í för með sér miklar breytingar á launakostnaði flugfélagsins.

Mynd: SAS

Það er meðbyr með SAS þessi misserin og hagnaðurinn á síðasta ársfjórðungi var einn sá mesti í sögu félagsins. Það hefur því orðið verulega viðsnúningur á rekstrinum á þeim sex árum sem liðin eru frá því að skandinavíska flugfélagið var á barmi gjaldþrots og þurfti að semja við starfsfólk um skert kjör og aukið vinnuframlag. Þrátt fyrir það eru flugmenn hjá SAS á betri launum en víða þekkist og sérstaklega þeir sem hafa náð háum starfsaldri.

Stjórnendur flugfélagsins sjá nú hins vegar fram á ört lækkandi launakostnað því á næstu 10 árum munu 700 af þeim 1500 flugmönnum sem starfa hjá SAS fara á ellilífeyri. Í frétt Dagens Industri segir að þó nýtt fólk verði ráðið í stað þeirra sem hætta þá eru byrjendalaunin um helmingi lægri en það sem reynslumiklir flugmenn fá.