Hótel fyrir þá sem vilja búa vel og miðsvæðis í Whistler

Westin Resort & Spa í Whistler er einn af þeim gististöðum sem GB-ferðir eru með á sínum snærum.

Frá Westin Resort & Spa í Whistler Myndir: Westin
Kynning

Westin Resort & Spa í Whistler er staðsett við rætur Whistler fjalls og við hinn huggulega og bíllausa Whistler bæ. Þaðan er líka stutt í  kláfana sem fara upp í Whistler og Blackcomb skíðasvæðin. Gestir hótelsins geta svo skilað af sér skíðunum um leið og þeir koma niður og haldið beinustu leið í „Après” stemninguna í bænum.

Allar 400 svítur hótelsins hafa nýverið verið gerðar upp. Þar eru ný Havenly rúm, eldhúsáhöld öll úr burstuðu stáli og afþreyingakerfið er af nýjustu gerð.

Fram til 15. nóvember er hægt að bóka gistingu á sérkjörum hjá Westin og tryggja sér allt að helmings afslátt á vikudvöl. Sjá heimasíðu hótelsins.

GB-ferðir bjóða upp á pakkaferðir til Whistler.