Samfélagsmiðlar

Nýtt skipulag hjá Íslandsstofu

Áfangastaðurinn, Útflutningur og Fjárfestingar er heiti nýrra meginsviða Íslandsstofu. Þrír starfsmenn láta af störfum í tengslum við breytingarnar.

Pétur Þ. Óskarsson er framkvæmdastjóri Íslandsstofu.

Í lok október tók Pétur Þ. Óskarsson tók við stjórn Íslandsstofu og nú hefur nýtt skipurit hefur tekið gildi hjá stofnuninni. Markmiðið með breytingunni er að stytta boðleiðir og efla þjónustu Íslandsstofu við íslenskt atvinnulíf, erlenda fjárfesta og menningarstarfsemi samkvæmt því sem segir tilkynningu á heimasíðu. Þar kemur fram að hið nýja skipulag sé unnið til samræmis við ný lög um Íslandsstofu sem sett voru fyrr á árinu þar sem skerpt var á stöðu hennar, hlutverki og markmiðum.

Eftir breytingu er starfsemi Íslandsstofu skipt í þrjú áherslusvið í stað fjögurra, auk tveggja stoðsviða og innri þjónustu. Meginsviðin þrjú eru: Áfangastaðurinn, Útflutningur og Fjárfestingar. Stoðsviðin tvö eru fjármál og rekstur annars vegar og kynningarmál hins vegar.

„Hlutverk sviðsins Áfangastaðurinn er að kynna Ísland sem ákjósanlegan áfangastað ferðamanna með samræmdu kynningar- og markaðsstarfi í þágu íslenskrar ferðaþjónustu. Náið samstarf er við atvinnugreinina og stjórnvöld um mótun skilaboða, greiningu tækifæra og áherslna í markaðsstarfinu. Þá vinnur sviðið að kynningu á íslenskri menningu og viðburðum henni tengdri. Sviðið stýrir öðrum landkynningarverkefnum eins og við á.

Hlutverk sviðsins Útflutningur er að auka eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu hjá öllum útflutningsgreinum og greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi, hvort sem er á vörum eða þjónustu og á sviði skapandi greina. Sviðið vinnur náið með atvinnulífinu og stjórnvöldum við að móta verkefni, kortleggja markaði, greina tækifæri og móta skilaboð út á markaði. Innan sviðsins eru þarfir og möguleikar hverrar útflutningsgreinar skoðaðar sem og mögulegar aðgerðir varðandi erlent markaðsstarf og hvernig Íslandsstofa getur stutt við þær.

Hlutverk sviðsins Fjárfestingar er að laða beinar erlendar fjárfestingar til Íslands með því að kynna Ísland sem samkeppnishæfa staðsetningu, aðstoða erlenda fjárfesta við tengslamyndun og upplýsingaöflun og vinna að gerð greininga á samkeppnishæfni Íslands fyrir atvinnu- og verðmætaskapandi uppbyggingu. Sviðið sér einnig um kynningu á Íslandi sem tökustað fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki í gegnum verkefnið Film in Iceland fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis,“ segir í frétt Íslandsstofu.

Heimildir Túrista herma að á fundi með starfsmönnum í dag þá hafi Pétur, framkvæmdastjóri, tilkynnt að þrír starfsmenn myndu láta af störfum í tengslum við skipulagsbreytingarnar. Þar af tveir forstöðumenn.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …