Samfélagsmiðlar

Sæti fyrir 2400 Hollendinga í sumarfluginu til Akureyrar

Á næsta ári munu tvær evrópskar ferðaskrifstofur bjóða upp á beint flug til Akureyrar.

Frá Akureyri

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur nú hafið sölu á skipulögðum ferðum til Akureyrar með leiguflugi frá Hollandi. Voigt Travel er með 30 ára reynslu af ferðum fyrir Hollendinga á norðlægar slóðir, þ.á.m. til Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Ferðaskrifstofan áætlar að fljúga með ferðamenn til Íslands yfir tvö tímabil á næsta ári, annars vegar yfir næsta sumar og hins vegar næsta vetur frá desember fram í mars.

Í sumar munu þoturnar fljúga frá Rotterdam á mánudagsmorgnum klukkan 20 mínútur yfir sjö og lent er á Akureyri þegar klukkuna vantar 20 mínútur í níu að staðartíma. Í heildina verða 150 sæti í hverri þotu og ferðirnar í vor og sumar þá sextán talsins og í heildina sæti fyrir 2400 farþega. Til samanburðar þá flugu nærri 20.645 Hollendingar frá Keflavíkurflugvelli á tímabilinu maí til ágúst í ár.

Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn Air 66N hafa leitt verkefnið og nú standa yfir viðræður við ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi um samstarf við ferðaskrifstofuna og þjónustu við farþega. „Ljóst er að slíkar ferðir kalla á ýmis konar þjónustu, eins og komið hefur í ljós með ferðum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Áhersla ferðaskrifstofunnar verður bæði á ferðalög þar sem ferðamenn keyra sjálfir á milli staða og hópaferðalög með fararstjóra. Sú fjölbreytni þýðir betri dreifingu þessara gesta um allt Norðurland, allt frá Hvammstanga til Langaness,“ segir í tilkynningu frá Markaðsstofunni.

Verkefnastjóri Flugklasans Air 66N hafði fyrst samband við Voigt Travel í apríl 2017 og kynnti þar möguleikann á því að fljúga beint til Akureyrar. Það var svo núna í sumar sem hjólin fóru að snúast af alvöru og síðustu mánuði hefur verið unnið mjög markvisst að undirbúningi verkefnisins. Svona verkefni þurfa mikinn undirbúning og hafa oftast langan aðdraganda fram að fyrstu flugferð.

„Það er ánægjulegt að geta tilkynnt um þetta, því hér er afrakstur vinnu síðustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint millilandaflug á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar hefur haft jákvæð áhrif á þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og vakið athygli fleiri ferðaskrifstofa og flugfélaga á áfangastaðnum,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N.

Í tilkynningu er haft eftir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóra Voigt Travel, að þó Akureyri sé minna þekktur áfangastaður, á hinu vinsæla Íslandi, þá þýði það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferðamannsins sem vill upplifa meira en Gullna hringinn. „Slíkt passar mjög vel við stefnu Voigt Travel, því markmiðið okkar er að okkar viðskiptavinir kynnist betur hinum óþekktu svæðum í Norður Evrópu með flugi beint frá Hollandi, ekki bara á veturna heldur á sumrin líka. Þegar við ákveðum að taka af skarið og hefja flug til nýrra áfangastaða þá er sjálfbærni verkefnisins líka mikilvægt. Þess vegna viljum við vinna með fólki á svæðinu og hjálpa við að byggja upp innviði fyrir ferðamenn sem nýtast allt árið um kring. Slíkt þjónar einnig hagsmunum allra svæða á Íslandi.“

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …