Samgöngustofa segir eftirlitið ítarlegra og fari eftir aðstæðum

Það er ljóst að staða WOW air alvarlegen Samgöngustofa veitir þó takmarkaðar upplýsingar veita um hvernig eftirlitinu með flugfélaginu er háttað.

Það er hlutverk Samgöngustofu að gæta hagsmuna almennings í viðskiptum þeira við flugrekendur. Mynd: Gerrie van der Walt / Unsplash

Rekstrarvandi WOW air komst upp á yfirborðið í tengslum við skuldabréfaútboð félagsins sem hófst í sumarlok. Fyrir þann tíma byggðu vangaveltur um slæma stöðu ekki á neinum opinberum gögnum. Síðustu daga hafa stjórnendur WOW ekki heldur farið leynt með að róðurinn er þungur en engu að síður auglýsir flugfélagið núna 40% afslátt á flugfargjöldum.

Það er hlutverk Samgöngustofu að vernda neytendur í viðskiptum þeirra við flugfélög samkvæmt því sem segir í lögum um stofnunina.  Það fást þó ekki skýr svör um hvernig eftirlitinu með WOW air er háttað þessa dagana.

„Fjárhagsmat Samgöngustofu er ávallt ítarlegra þegar vísbendingar eru um rekstrarvanda eða þegar þörf er á fjárhagslegri endurskipulagningu. Eftirlit með fjárhag flugrekenda tekur ætíð mið af flugöryggi. Umfang eftirlitsins fer eftir aðstæðum á hverjum tíma.“ Þannig hljómar svar stofnunarinnar við spurningum Túrista þar sem beðið var um upplýsingar um hvernig eftirlitinu með WOW air væri háttað og hvort það væri ítarlegra núna eða ekki. Í framhaldi var beðið um dæmi um umfangið og spurt hvort hversu tíð upplýsingagjöfin frá WOW til Samgöngustofu væri. Ekki fengust svör við þeim spurningum.