Samfélagsmiðlar

Stjórnendur British Airways beðnir um álit á yfirtöku Icelandair á WOW

Samkeppniseftirlitið bíður nú upplýsinga frá móðurfélagi British Airways á kaupum Icelandair á WOW. Eftir viku ætla eigendur Icelandair að greiða atkvæði um yfirtökuna.

icelandair wow

Samanlagt standa Icelandair og WOW air undir bróðurparti allra flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli. Og reyndar hefur vægi innlendra flugrekenda verið hærra hér á landi en þekkist annars staðar í Evrópu. Yfirtaka Icelandair á WOW air hefur því óumflýjanlega þau áhrif að stór hluti af alþjóðaflugi héðan verður á hendi eins fyrirtækis. Forsvarsmenn Icelandair hafa þó bent á að hlutdeild sameinaðs flugfélags verði tæp 4 prósent þegar litið er til áætlunarferða milli Evrópu og Norður-Ameríku. Íslensku félögin eru á þeim markaði í harðri samkeppni við erlend flugfélög og sum bjóða einnig upp á áæltunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.

Eitt þeirra er British Airways sem flýgur héðan allt að þrisvar á dag frá London en er jafnframt það evrópska flugfélag sem er með flesta áfangastaði í Norður-Ameríku. Á þeim lista er Icelandair í öðru sæti. Og nú hafa stjórnendur IAG, móðurfélags British Airways, fengið beiðni frá Samkeppniseftirlitinu um álit sitt á yfirtöku Icelandair á WOW air. Í svari frá IAG, við fyrirspurn Túrista, segir að fyrirtækið hafi verið beðið um upplýsingar frá íslenskum samkeppnisyfirvöldum og við því verði orðið. Varðandi upplýsingar um hvenær skilafresturinn rennur út þá vísar IAG á Samkeppniseftirlitið. Túristi hefur ekki fengið svar frá eftirlitinu.

Verðmæt lendingaleyfi á Heathrow

Íslandsflug British Airways takmarkast við ferðir frá London en þó frá bæði Heathrow flugvelli og City. Frá þeim fyrrnefnda hefur Icelandair um árabil flogið tvisvar á dag en lendingaleyfi á flugvellinum eru mjög verðmæt vegna þess hve þéttsetinn Heathrow flugvöllur er. Þannig seldi SAS eitt leyfi á þessum fjölfarnasta flugvelli í Evrópu á 60 milljónir dollara (um 7,4 milljarðar króna) fyrir þremur árum síðan.

Hvort virði lendingaleyfa Icelandair er álíka mikið er ekki hægt að fullyrða en það má telja ólíklegt að forsvarsfólk Icelandair gæti sætt sig við að draga úr Lundúnarfluginu frá Heathrow ef Samkeppniseftirlitið gerði kröfu um slíkt. Til að mynda ef umsögn IAG um samrunann verður neikvæð. Stjórnendur IAG gætu til að mynda horft til þess að Aer Lingus, írska flugfélagið sem IAG keypti nýverið, er í harðri samkeppni við bæði íslensku flugfélögin í ferðum milli Dublin og Norður-Ameríku. Það liggur fyrir að flug Icelandair og WOW frá Dublin hefur gengið vel síðustu ár. Það hefur til að mynda komið fram í máli stjórnenda Icelandair á uppgjörsfundum og endurspeglast í fjölgun ferða WOW air til borgarinnar. Skúli Mogensen hafði líka augastað á Írlandi sem nýrri heimahöfn fyrir WOW air.

Innan IAG eru líka flugfélögin Vueling og Iberia Express sem bæði fljúga hingað yfir sumarmánuðina frá Spáni og þá í samkeppni við Icelandair og WOW.

Samkeppnin að gera út af við bæði félög

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur lengi verið umsvifamesta erlenda flugfélagið hér á landi. Upplýsingafulltrúi þess vill ekki svara því hvort fyrirtækinu hafi borist erindi frá íslenskum yfirvöldum. Forstjóri flugfélagsins hefur þó sagt að hann telji að forsvarsmenn íslensku flugfélaganna hafi komist að því að betra væri að vera með eitt fyrirtæki sem rekið væri með hagnaði í stað þess að láta samkeppnina gera út af við bæði tvö.

Eftir viku verður hluthafafundur Icelandair, vegna yfirtökunnar á WOW air, haldinn. Ekki er víst að úrskurður Samkeppniseftirlitsins liggi þá fyrir.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …