Stöðva viðskipti með Icelandair

Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með hlutabréf í Icelandair.

Mynd: Icelandair

Á þessari stundu er ekki hægt að kaupa að selja hlutabréf í Icelandair þar sem viðskipti hafa verið stöðvuð. Beðið er frekari frétta og skýringa á málinu. Þá kemur í ljós hvort þessi ákvörðun stjórnenda kauphallarinnar hafi eitthvað með fyrirhuguð kaup Icelandair að gera sem kynnt voru fyrir nákvæmlega þremur vikum síðan.

Hluthafafundur hefur verið boðaður hjá Icelandair á föstudaginn og hefst hann klukkan 8:30. Þar á að greiða atkvæði um hlutafjáraukningu í Icelandair Group, meðal annars í tengslum við kaup Icelandair á WOW. Kaupin eru því gerð með fyrirvara um samþykki hluthafa, niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. En líkt og Túristi greindi frá fyrir helgi þá hafa íslensk samkeppnisyfirvöld beðið stjórnendur IAG, móðurfélags British Airways, um álit sitt á yfirtöku Icelandair á WOW air.